sunnudagur, apríl 17, 2005

Smellti mér á Trabant í gær á Nasa. Var mikið um dýrðir og sæluvímam skein úr andlitum viðstaddra. Rassi prump og félagar fóru algjörlega á kostum. Staðurinn var alveg pakkaður af listelskandi og bjórþambandi prumpufylgjendum. Alveg málið að nálgast þessa plötu og henda sér í hvít jakkaföt og baða sig í glimmer. Er búinn að eiga fínan rólegheita dag, tók til og chillaði bara heima í kvöld. Ekkert djamm og enginn bjór. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn í marga marga marga mánuði sem þetta gerist. Tók rosa sniðugt próf í dag á netinu sem ég fékk sent. Þetta er svona Dalai lama próf, ef e-r kannast við það. En til að gera langa sögu stutta, þá á maður að óska sér einnar óskar og síðan á lokasvarið að tengjast þessari ósk. Og út úr mínu prófi kom síðan þetta rosalega sniðuga svar við óskinni minni. Þegar ég síðan ætlaði ég að fara að segja frá þessu var mér bent á að ef ég myndi segja frá óskinni þá myndi hún ekki rætast. Þannig að ég verð að sitja á þessum upplýsingum í lengri lengri tíma. Ég er sko ekki maðurinn til að sitja á upplýsingum, ef ég væri tekinn til fanga í stríði þá myndi ég sennilega segja frá öllum hernaðarleyndarmálum bara til að vera fyrstur með fréttirnar.

Hérna koma tveir ósmekklegustu brandarar sem ég hef heyrt.

1. Af hverju er svona gott að sofa hjá óléttum konum? Svar: Vegna þess að maður fær blow job um leið og maður sefur hjá þeim.
2. Manneskja fær lítið sár á puttann sem blæðir úr. Önnur manneskja býðst til að kyssa á sárið og sleikja blóðið í leiðinni. Þá segir fyrsta manneskjan “nei ekki, ég er með eyðni. Nei, djók.”

3 Comments:

Blogger Ásta said...

Oj oj oj!! Sammála, yderst ósmekklegt!
Ég er allt of léleg að blogga þessa dagana, en ég kannski skrifa eitthvað í kvöld, enda á ég að vera að læra undir próf:) hehe
Má ég skella þér undir linkana hjá mér?
Hafðu það gott!
Ásta

5:29 e.h.  
Blogger Óli said...

Hæ, já að sjálfsögðu. Ég ætla að henda þér inn núna. Gaman að heyra í þér.

8:05 e.h.  
Blogger yanmaneee said...

nike dunks
yeezy supply
steph curry shoes
curry 6 shoes
kyrie irving shoes
goyard handbags
supreme clothing
golden goose sneakers
lebron james shoes
michael jordan shoes

9:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home