laugardagur, apríl 09, 2005

Fór í gær á tripledate með Völuvinum og að sjálfsögðu _ _ _ _. Við fórum á hina umtöluðu og ofmetnu mynd Hola í hjarta mínu eða Et hjul i mitt hjerte. Ég sat þarna og beið eftir mynd í sama gæðaflokki og Lila4ever, en eina sem kom á skjáinn var óþægilegar tökur, viðbjóður og tómlegur söguþráður. Leikurinn var reyndar mjög góður, en mér fannst stundum eins og aðalpointið með myndinni væri að ganga fram að fólki með öllum tiltækum ráðum. Eftir myndina stóð einn af leikurum myndarinnar upp á sviði, ásamt Jón Atla rithöfundi, og tók við spurningum úr sal. Allt það ferli var frekar vandræðalegt og erfitt að horfa á. Sérstaklega þegar að fræga íslenska leikaraparið úr hárinu (Björn Thor og fimm stelpur kærasta hans) fóru að spyrja leikarann gáfulegra spurninga um myndina. En það eru bara svo margar myndir sem ég verð að sjá á þessari hátíð. Spurning að kaupa sér passa???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home