sunnudagur, apríl 10, 2005

Ok kannski var ég aðeins og dómharður á A hole in my heart. Maður verður kannski bara að sjá hana aftur í betri fílíng. En ég fer ekki ofan af þeirri skoðun að þessi mynd kemst ekki með typpið þar sem að Lilja4ever hefur rasshárin. En talandi um góðar og áhrifaríkar myndir þá horfðu ég og Svanurinn á skylduáhorf elskenda og nýbúa (það er að segja pör sem er nýbyrjuð að búa). Sú mynd heitir About last night og skartar Rob lowe á hátindinum ásamt Demi Moore í brjóstahaldarastærð 26A. Þar er á listilega góðan hátt lýst hættusporum sem að ung pör eru gjörn að taka. Biblía sambandsguðsins og er myndin algjör klassík og skyldueign á öllum heimilum. Eitt sérkenni mynda frá þessu tímabili er að í hverri virðist takmarkið vera að hafa einn hittara. Og ólíkt myndum nú til dags eru þessi lög spiluð frá byrjun til enda á hápunkti myndarinnar, með klysjukenndum atriðum í bakgrunni. Þannig að stundum fær maður á tilfinninguna að maður sé að horfa á kareókí myndband í miðri mynd. En James Belushi stelur alveg senunni í þessari mynd sem ráðagóði vinurinn með tilfinningaþroska á við jarðaber. Gott að eiga samtal við þennan mann um sambandið og eina sem hann getur lagt til málanna er "Does she give head......i am saying does she give head to you?"
Ég er alveg á hættustigi að springa úr seddu eftir þennan dag. Best að byrja daginn þunnur í fermingarveislu og kunna sér ekki hóf við veisluborðið. Fara síðan nánast beint eftir það á Ruby Tuesday og borða á sig meira og stærra gat. Nenni svo ekki að fara að vinna á morgun, vinnuleiðan mín stækkar og vex eins og kaktusinn sem dó eftir vikudvöl í minni umsjá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home