föstudagur, júní 15, 2007

Svarthöfði

Ég verð að viðurkenna það að ég hef alls ekki verið að standa mig sem verðandi faðir nr 2. Valgerði til mikillar mæðu hef ég ekki sýnt þessari meðgöngu jafn mikinn áhuga og síðustu meðgöngu. Ég á erfitt með að útskýra af hverju það er en eftir nokkrar vinsamlegar ábendingar þá ætla ég að reyna að bæta úr þessu. Partur af því var að við Gerður byrjuðum um daginn að setja niður nokkra punkta á blað varðandi fæðinguna. T.d. hvernig fæðingunni verður háttað, hver á að sjá um Möttu á meðan á henni stendur, hvernig skírnin á að fara fram o.s.frv.

Við vitum ekki kynið en við erum farin að kasta nokkrum nöfnum á milli. Ég ætla nú ekkert að fara uppljóstra neinu hér en ég get gefið upp þau nöfn sem rétt svo duttu úr pottinum.

Næpa Lind kom til greina sem stelpunafn og Svarthöfði sem strákanafn. En við hættum við þau eftir miklar vangaveltur.

Langalangafi Völu hét nefnilega Svarthöfði og okkur fannst við hæfi að skíra í höfuðið á honum. Því miður gengur það ekki upp þar sem að tengingin við Stjörnustríð er of sterk. Mér fannst leiðinlegt að þurfa að hætta við og ég er ekki viss um hvað maðurinn sem þýddi íslenskan texta á Stjörnustríðsmyndirnar viti hversu mikill skaði er skeður. Ef hann hefði ekki valið þetta nafn á Darth þá væri þetta líklega mjög algengt nafn. Ég var farinn að sjá fyrir mér jólakortið um næstu jól.

Jól 2007

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

jólakveðjur frá Völu, Óla, Matthildi og Svarthöfða.

Það hefði hljómað vel í alls kyns aðstæðum.

Ég við hann...
"Svarthöfði, Ég er pabbi þinn"
"Ekki vera að stríða Benna, Svarthöfði"

Í kirkjunni...
"Vilt þú Svarthöfði ganga að eiga..."
"Ég skíri þetta barn, Svarthöfði Ólafsson"

Þetta er að sjálfsögðu sagt í gríni. Ég myndi aldrei setja Völu fyrir framan mig á jólakorti.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Óli minn þetta versnar bara með hverju barninu ........svo er Jóhanna nokkuð gott nafn, já eða Jóhannes :)
Bestu kveðjur af skaganum

10:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Langalangalanga......langafa. Sat ekki hjá Svarthöfða í appelsíni og sögum úr fyrndinni:)



-Barnabarnabarnabarna.....barn

9:14 e.h.  
Blogger Óli said...

Jóhann(a/es) veðrur að sjálfsögðu tekið til athugunar. Ingþór var lengi vel inni en það datt út um daginn. Bið að heilsa öllum.

Gerður. Fyrirgefðu ; )

5:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home