fimmtudagur, júní 28, 2007

Hversdagsleikinn.

Ég er búinn að vera að reyna að taka myndir af nýja herberginu en það er ekki hægt. Ég set myndirnar sem ég tók hér með en þær eru náttúrulega alveg fáránlegar. Málið er að herbergið er svo lítið og þegar að rúmið okkar (King Cal) og þessi hjúmó skápur sem við keyptum, eru kominn inn þá er ekkert pláss eftir. Þess vegna er engin leið að sjá á þessum myndum hvað herbergið er orðið glæsilegt. Fólk verður þá bara að koma í heimsókn og sjá þetta fína írska handbragð sem er á herberginu eftir mig. Ég er allavega ekki nógu og góður ljósmyndari til að ná fram glæsileikanum.

En núna er Matta búin að vera á leikskóla í nokkrar vikur. Leikskólinn hennar er leikskólinn sem ég vann á í mörg ár og heitir Hagaborg. Deildin sem hún er á er líka deildin sem ég byrjaði að vinna á back in the day. Svo er líka Ylfa að vinna á þeirri deild en hún var nú lengi vel með tengil hér inn á síðunni.

Mér finnst alltaf svo gott að koma á Hagaborg, það er erfitt að útskýra en fyrir mig er þetta svona hálfgerður griðarstaður. Það eru fáir staðir eða samstarfsfólk sem hafa haft jafn mikil áhrif á mig og Hagaborg og þeir sem unnu/vinna þar. Það er skrýtið að hugsa til þess hvað líf mitt væri öðruvísi ef ég hefði ekki byrjað að vinna þar fyrir löngu síðan eða um áramót árið 2001.

Ég hefði ekki kynnst öllu þessu frábæra fólki og börnum, ég hefði sennilega ekki farið í Kennó, þá hefði ég ekki kynnst öllu frábæra fólkinu þar, t.d. Maríu sem benti mér á að skoða vinnu á frístundaheimili sem ég og gerði, og ég hefði ekki byrjað að vinna í Draumalandi með öllu yndislega fólki og börnum þar.

Þegar ég kem inn á Krílaland með Matthildi þá er ég ennþá að fatta að ég sé að koma með barn í leikskólann. Ég er alltaf hálfpartinn á leiðinni inn á kaffistofu og svo að vinna. En ég held að Matta sé mjög ánægð og glöð að vera þarna. Þó svo að það sé auðvitað mjög furðulegt fyrir foreldrana að Matta eigi sér annað líf sem við vitum takmarkað mikið um.

Svo er Matta auðvitað e-ð smá að fatta að mamman er með kúlu. Meðgangan hefur gengið svona þokkalega og við vonum bara að það haldist þannig næstu vikurnar. Við fengum loksins að fara í sund saman öll fjölskyldan, en við skelltum okkur í Vesturbæjarlaugina um helgina eftir að læknarnir leyfðu Gerði að taka nokkur sundtök.

Svo er sjálfur á leið í sumarfrí eftir tvo daga sem verður SWEET. En áður en maður leggst í e-a leti þá er næsta mál á dagskrá streetball mótið á sunnudag. Tveimur æfingum er lokið hjá Bumbunni og gengu þær nokkuð vel. Menn eru flestir frekar þéttir á velli en ná að skila sínu. Ég er aftur á móti jafn óhittinn eins og ég er myndarlegur, en í skotæfingunni náði ég mest 3 af 15. VEI.

Hvet alla til að mæta á sunnudaginn og klappa okkur áfram. Við þurfum nefnilega að spila 4 leiki sem getur verið ansi erfitt fyrir svona gamla og stirða menn.
En hérna koma myndirnar:





2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Flott herbergið, þú færð mitt hrós!

En ekki má nú gleyma hinum vinnustaðnum sem hafði óbætanleg og margþrungin áhrif á annsi margan manninn hér í gamla daga ;), the big D. Enda væriru ekki í sami körfuspilarinn án þess :). En þið hafið allan minn stuðning og aðdáun (ásamt smá öfund) í körfunni...Kick Ass. !!

Haukurinn

3:22 e.h.  
Blogger Óli said...

Þakka þér fyrir H.
The big D hafði að sjálfsögðu massa áhrif á mann. En það var meira á félagslega sviðinu. Hitt var frekar svona career-lega séð.
Hvenær ætli þið svo að heiðra okkur með nærveru ykkar?

10:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home