miðvikudagur, júní 13, 2007

Um vonir og vonbrigði (til K,G,T og E)

Í daglegu amstri er maður stöðugt að synda á móti straumnum á einn eða annan hátt. Það er að sjálfsögðu mismikill straumur sem kemur á móti en hann er alltaf til staðar.
Sumir hafa það gott aðrir hafa það slæmt en allir þurfa að glíma við sín vandamál eða erfiðleika.
Þetta kallast lífsbarrátta. Hún heldur áfram sama hvað maður tautar og raular. Ég t.d. get ekki hætt að emjast yfir því hvað ég hef látið í minni pokann fyrir eigin matargræðgi og fitnað meira en góðu hófi gengir hin síðustu ár. Aðrir emja yfir því að eiga ekki fín föt, sumir kvíða því hreinlega að fara á fætur og enn aðrir sjá grasið alltaf grænna hinum megin við hæðina. Maður horfir á ameríska raunveruleikaþætti þar sem allir gráta yfir erfiðleikum og maður fer að vorkenna fólkinu á þessum erfiðu tímum.
En þetta eru samt ekki raunveruleg vandamál. Þetta eru ekki raunverulegir erfiðleikar. Raunveruleg vandamál eru erfiðleikar og atvik sem lífið afhendir þér eins og þungt hnefahögg aftanfrá sem þú bjóst ekki við. Þetta eru atvik sem maður gleymir aldrei og geta skilið eftir ör á sálinni það sem eftir er.

Elsku Kiddi, Guðrún og fjölskylda. Mig langar að skrifa falleg orð sem lýsa því hvernig mér líður en ég kann það ekki. Ég ætla að láta Nick Cave sjá um það. Ég vil þó segja, og ég vona að það sé ekki óviðeigandi.
Til hamingju með litlu fallegu Emmu. Megi hún hvíla í friði.

Out of sorrow entire worlds have been built
Out of longing great wonders have been willed
They're only little tears, darling, let them spill
And lay your head upon my shoulder
Outside my window the world has gone to war
Are you the one that I've been waiting for?

O we will know, won't we?
The stars will explode in the sky
O but they don't, do they?
Stars have their moment and then they die

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir fallega kveðju Óli.

Textinn hans Nick Cave er stórkostlegur.

K.G.T. og E.

12:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home