laugardagur, júní 30, 2007

School is out for summer...



...eða reyndar er það job is out for summer. Ég er kominn í sumarfrí í fjórar vikur. Lengsta frí sem ég hef farið í á ævinni. Helgin hefur verið viðburðarrík í meira lagi hjá fjölskyldunni. Á föstudag fórum við yfir heiðina, gegn læknisráði, í grill til Mörtu og fjölskyldu. Þarna voru samankomin öll mín nánasta fjölskylda í móðurætt og var dýrindismatur á grillinu í dýrindisveðri.
Það eru komnar inn nokkrar myndir inn á myndasíðuna.
Í dag var svo farið í húsdýragarðinn þar sem Matta og pabbinn fóru á kostum á trambólíninu. Eftir það var farið í tvö barnaafmæli, fyrst til Friðriks Antons og svo til Benjamíns Ólafssonar og Biddu.
Í kvöld þarf maður svo að hvíla lúin bein fyrir átökin á morgun í körfunni.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ, var að skoða voða fínar myndir og verð að segja að hún systurdóttir mín er með afbrigðum fallegt barn.
Kveðja úr Árbænum,
-Nínster

2:25 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir það, eins og mamma sín, pabbi sinn, frænka sín (þú) og frændi (Skúli). Góð gen.

11:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home