sunnudagur, júní 17, 2007

17. júní



Við fjölskyldan áttum dýrindisdag á þjóðhátíðardaginn. Við gengum í gegnum bæinn og rákumst utan í allt og alla með kerruna á undan okkur. Ég var lítillega þunnur. Já það er rétt, ég sveik samkomulagið við Gerði, henni til mikillar gleði. En veðrið var svo fínt og allir í svo góðu skapi í dag að það var ekki hægt annað en að hafa gaman af bæjarröltinu.

Í gær sátum við Ingó að sumbli heima hjá honum og fórum svo í Dillon til að hitta Dagný bardömu. En hún var ekki þar þannig að við hittum bara Hauk Classen í staðinn. Dagný bætti okkur þetta svo upp með því að koma og bjóða upp á bjór, enda góð stúlka þar á ferð. Mjög skemmtilegt kvöld og ég verð að viðurkenna að reykingarbannið...það bara virkar á mig. Ég fann enga þörf til að fara út að reykja, ég reykti bara inn á klósetti. Djók.
Mér fannst loftið inn á staðnum mjög fínt og maður kom bara vel ilmandi af eigin svitafýlu beint upp í rúm til Gerðar. Djók, fór í sturtu.

En þessa dagana er svo mikið af góðri tónlist að streyma um hugann á mér að ég verða að deila gleðinni með ykkur. Í hausnum á mér er eftirfarandi snilld.

1. Sprengjuhöllin - Verum í sambandi
2. Arcade fire - Intervention
3. Razorlight - In the morning
4. Arcade fire - Funeral platan (Ég veit! lengi að fatta)
5. Kings of leon - On call
6. The Zutons - Valerie
7. The Clash - Train in Vain

Ég er ekki búinn að vera nógu og duglegur að setja inn myndir inn á myndasíðuna mína en nú ætla ég að bæta úr því. Ég set inn nýjar myndir á eftir.

Til hamingju með daginn, Ísland.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home