Goonies
Í vinnunni í dag kom ein stelpan með myndina Goonies með sér á spólu. Við ákváðum að skella henni í tækið eftir hádegi og hrúguðum okkur í hnapp til að hefja glápið. Um leið og myndin byrjaði fór ég í tímaflakk í huganum til áranna 1986 - 1988. Í þá daga voru það aðeins tvær myndir sem ég leigði þegar ég var sendur út á leigu. Star Wars 3 og Goonies. Ég hef horft reglulega á Star Wars síðan þá en ég hef ekkert séð Goonies.
Fyrir þá sem ekki muna er Goonies myndin sem fjallar um hóp af krökkum sem fara í leiðangur að leita að týndum sjóræningjafjársjóði. Þau eru í leynifélagi sem heitir Goonies (auðvitað). Þau lenda þó fyrst í klónum á illu glæpagengi sem að er stjórnað af einu mesta illmenni kvikmyndasögunnar, vondu mömmunni með viskíröddina sem leikin var af Anne Ramsey. Önnur eftirminnileg persóna er einn af sonum hennar sem var afskræmt skrýmsli sem var hlekkjaður í kjallaranum. Seinna í myndinni kom í ljós að mamman missti hann nokkrum sinnum sem barn og því fór sem fór.
Það sem mér fannst frábært við þessa mynd, svona mörgum árum seinna, er að ennþá langaði mig að hoppa inn í sjónvarpið og hjóla með þessum krökkum í gegnum skóginn. Eða a.m.k. stofna mitt eigið leynifélag með svona fjölbreyttum en jafnframt skemmtilegum persónuleikum.
Leikstjóri myndarinnar er engin annar en Steven Spielberg. Það er einmitt mjög líkt í þessari mynd og E.T. hvað honum tókst að gera umhverfið og krakkahópinn eftirsóknarverðan. Ekki skrýtið að Bandaríkin hafi verið Draumalandið á þessum tíma.
Þegar ég googlaði Goonies þá rakst ég á frétt þar sem talað var um mögulegt framhald af Goonies. Goonies 2 eða Groonies eins og hún á að heita. Eða kannski bara sleppa því og leyfa mér að halda í þessar góðu minningar um svölu Ameríku in da eidís og góðan félagsskap.
3 Comments:
Hæbb - pældu í því að ég skuli lesa bloggið þitt þegar ég er hér á spáni....en allavega þá verð ég að taka undir varðandi Goonies, algjör snilld og þetta er ein af uppáhaldsmyndum Ágústar síðan í gamla daga.
Heyrumst þegar ég kem heim, mig vantar ráðleggingar varðandi skólann....kv.M
ég elsla þessa mynd, horfði einmitt á hana í fyrrasumar aftur og var jafn hrædd/spennt þá og í gamla daga þegar "skrímslið" sást í fyrsta sinn
Kv. Ösp
María: Öfund öfund öfund. Megum við ekki bara koma til Spánar með Goonies og við horfum öll á hana saman? Skólinn, ráðleggingar, that´s me. Vertu í bandi.
Ösp: Ég veit alveg hvað þú ert að meina. Fékk algjört flashback í sumum atriðinum.
Skrifa ummæli
<< Home