Ísland í dag.
Það er óhætt að segja að leiðindastaða sé komin upp hjá okkur Völu hvað varðar óléttuna. Þetta mál er flókið og sama hvert við höfum leitað í kerfinu alltaf endum við á vegg. Málið lítur svona út.
Nr. 1 - Fæðingarlæknir og ljósmóðir sem Vala hittir í auknu eftirliti vegna áhættumeðgöngu hafa ráðlagt henni að stunda enga vinnu fram að fæðingu. Að auki má hún lítið gera heimavið og ekki ferðast lengra en 15 mínútna fjarlægð frá spítalanum, sem sagt ekkert! Svona ef fæðingarferlið færi nú af stað eins og síðast.
Nr. 2 - Við sóttum um sjúkradagpeninga hjá T.R., sem við fengum en upphæðin nemur um 30 000 kr. á mánuði.
Nr. 3 - Síðast þegar við lentum í álíka aðstöðu bjuggum við ekki saman og því gat Vala sótt um styrk hjá þjónustumiðstöð Reykjavíkur. En núna erum við skráð í sambúð og því getum við ekki fengið styrk. Nema ef við værum með minna en 170 000 kr samtals í laun á mánuði fyrir skatt.
Nr. 4 - Annar möguleiki væri ef Vala gæti farið á tímabundna örorku. Þeir sem þekkja hana vita að hún er með uppspengt bak og þjáist mjög vegna þess. Og auðvitað mun meira á meðan á meðgöngu stendur. Hún fór því, samkvæmt ráðlegginu, til heimilislæknis en sá aumi skottulæknir hló bara upp í opið geðið á henni. Ekki mikil hjálp þar á bæ.
Nr. 5 - Annar möguleiki var að Vala gæti farið á atvinnuleysisbætur en þar sem að hún þiggur sjúkradagpeninga og er óvinnufær er það ekki í boði.
Nr. 6 - Annar möguleikinn var að Vala gæti fengið framlengingu á fæðingarorlofinu vegna aðstæðna og byrjað tveimur mánuðum fyrr í orlofi. En það er víst ekki í boði fyrir námsmenn!!
Nr. 7 - Ég er nú ekki mikill hálaunamaður og eins og þetta lítur út núna verður Vala alveg launalaus þangað til að barnið fæðist.
Ef við hefðum bara svindlað á kerfinu og ekki skráð okkur í sambúð. Og bara að Vala hefði ekki farið í skóla. Meikar þetta sense?
4 Comments:
Oj oj oj!
Hvað er að þessu þjóðfélagi?? Flytjið til Dk, ég er viss um að staðan er allt önnur þar. En ég öfunda ykkur ekki af þessari stöðu! Hræðilega óréttlætt, ekkert annað.
Ég veit, við flytjum þegar við missum íbúðina vegna sívaxandi skuldastöðu. Góða ferð heim ef ég sé þig ekki. Bið að heilsa familien.
Það á alltaf að svindla á ríkinu því að ríkið er að svindla á okkur...
Það á alltaf að svindla á ríkinu, því að ríkið svindlar á okkur.
Skrifa ummæli
<< Home