laugardagur, júní 23, 2007

Hvað er að Geir Ólafs?

Geir Ólafs er fyrir mér eitt stórt spurningarmerki. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að hann sé veikur á geði eða í besta falli ofuróeðlilega athyglissjúkur. Ég er viss um að margir samlandar mínir, og sennilega allir sem hafa hitt Geir, séu búnir að mynda sér svipaða skoðun á kauða. En samt sem áður virðist hann vera nokkuð einlægur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann virðist vera svona go-getter sem gerir bara hlutina.
Ég verð líka að viðurkenna að ástæðan fyrir því að ég tel hann vera veikan á geði er að nokkru leyti byggð á öllum þeim kjaftasögum sem ég hef heyrt um hann. En skoðun mín er líka byggð á því þegar ég sá hann riðlast á uppblásinni dúkku í sjónvarpinu um daginn.
Það er kannski best að það komi fram á þessu stigi málsins að Geir er frændi minn. Ég þekki hann reyndar ekkert og hann veit ekkert hver ég er. Við erum ekkert náskyldir og ég man aldrei eftir að hafa hitt hann. Og þó við séum e-ð skyldir þá breytir það ekki minni skoðun að hann sé eilítið takmarkaður í heilasellufjölda.

Í dag í nokkrum fjölmiðlum var fjallað um væntanlegan fund Geirs við Nancy Sinatra. Geir var víst á leið til Los Angeles að ræða hugsanlega tónleika Nancy á Hótel Íslandi. Geir og Big bandið ætla að spila og Nancy fær að hita upp fyrir Geir.

En í þessari grein komu fram nokkur atriði sem gera það að verkum að hver sem les viðtalið, án þess að viðkomandi viti nokkuð hver Geir Ólafs er, mun samt þykja hann dúbíus í meira lagi.
T.d. þegar hann segist vera með “meðmælabréf” frá mjög hátt settum mönnum hér á Íslandi. Þessi bréf býst ég við að hann ætli að fara með til Nancy og sýna henni. Hvaða menn ætli þetta séu? Mennirnir sem stimpla atvinnuleysiskortið hans?

Möguleg sena þegar Geir sýnir bréfin:
"yes, these are letters of recommendation from very v.i.p. people in Iceland. This one is from Nonni, he is a boss in a office. This one is from Peter, he is a drum player in the biggest band in Iceland. It´s called Furstarnir, do you know them?"

Ennfremur segir hann í viðtalinu að íslendingar hafi trú á sér og hann vonar að öll þjóðin hugsi fallega til sín og hjálpi sér að láta þetta verða að veruleika.
Bíddu nú hægur. Hver segir svona?
Ekki nema viðkomandi sé fyrsti íslendingurinn til að reyna við heimsmetið í pylsuáti! Þetta hljómar svo sjúklega örvæntingarfullt og veruleikafyrrt. Svipað og þegar hann tók þátt í Eurovision og sagði að ef hann yrði valinn þá myndi hann “vinna þessa keppni”. Og starði svo um leið í augu fréttakonunnar með ice blue augunum sínum til að fullvissa hana að honum væri alvara.

EÐA kannski er Geir bara ein af þessum týpum sem eru svona "driven to success". Hann fer ekki alltaf auðveldustu leiðina að hlutunum en kemur þeim þó í verk og er skítsama hvað öllum hinum finnst.
Eða kannski er hann bara NuTcAsE?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hann var nú voða næs þegar kærastan þín lét hann keyra á annan bíl, hann tók bara í höndinni á henni og sagði "stelpur mínar hvað eruð þið að láta mig gera, færiði bílinn ykkar ég er of seinn á gigg"
Fínn gaur

12:21 e.h.  
Blogger Óli said...

Hún Valgerður var aldrei búin að segja mér þessa sögu. En hún bætti úr því eftir þetta komment. Alveg magnað. Sammála fínn gaur, held ég?

1:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nuttari ekki spurning. En ég er kannski ekki bestur til að dæma um það þar sem hann kallar fram í mér óstjórnlega löngun til ofbeldis þegar ég sé hann (c´mon bara eitt högg :D ).

UG

6:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home