Duglega fólkið
Við Gerður höfum verið að taka íbúðina í gegn um þessa helgi. Við erum bæði alveg búin á því þar sem við höfum ekkert stoppað í 3 daga.
Við vorum og erum svo þreytt á íbúðinni okkar að við ákváðum að skella okkur í að taka svefnherbergið í gegn.
Málið er nefnilega það að við gerðum þau reginmistök þegar við fluttum inn að við kláruðum ekki eitt herbergi í einu. Frekar gerðum við e-ð í öllum herbergjum en kláruðum ekkert. Svo kláraðist peningurinn og þolinmæðin, allt vandist nokkuð vel og ekkert var gert meira í því.
ÞANGAÐ til núna. Við þurftum að rífa parketið af, mála veggina, mála gluggana, setja nýtt parket og lista og síðast en ekki síst...setja upp nýju skápana okkar. Þessi íbúð hefur nefnilega aðeins einn stóran ókost en það er lítið sem ekkert geymslu- eða skápapláss. Nú er það aðeins búið að skána og við getum sátt við unað.
Þessi vika er svo síðasta vikan mín áður en ég fer í sumarfrí. Ég fæ í fyrsta sinn á ævinni heilt 4 vikna sumarfrí. Vei ó vei! En það er engin afslöppun maður þarf að byrja á næsta hergbergi til að klára...eldhúsið?, stofan?, baðherbergið?...það er spurning. En allavega þá öndum við Valgerður pínu léttar þar sem að við getum án nokkurs vafa sagt "Fyrsta herbergið er fullklárað í íbúðinni okkar (sem við reyndar fluttum í fyrir rúmu ári síðan).
Fyrir neðan eru myndir frá því hvernig herbergið leit út áður en við byrjuðum sem sagt before, en after myndirnar verða að bíða til betri tíma. Annars setti ég nokkrar myndir inn á myndasíðuna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home