fimmtudagur, júní 21, 2007

My left foot!



Um daginn var grein í mogganum í tilefni af 50 ára afmæli barnaspítala Hringsins. Í þessari grein var tekið viðtal við fjórar manneskjur sem hafa legið á spítalanum einhvertímann á þessum 50 árum. Einn af þessum fjórum var Siggi Sveins handboltakappi. Hann fékk nefnilega sama sjúkdóm og ég, eða Perthes sjúkdóminn.

Þessi sjúkdómur lýsir sér sem svo að hann drepur beinvefinn í mjaðmarkúlunni þar sem að hann fær ekki nægilegt súrefni vegna minnkandi blóðflæðis. Sjúkdómurinn leggst á börn frá 2 - 12 ára aldurs og er 5x algengari hjá strákum en stelpum.
Sjúkdómurinn gengur yfir á nokkrum mánuðum og helsta meðferðarúrræði er að koma í veg fyrir að beinið aflagist með því að setja barnið í gifs eða með skurðaðgerð. Flestir sem fá sjúkdóminn ná sér að fullu.

Siggi Sveins fékk sjúkdóminn frekar ungur og náði, eins og flestir vita, nokkuð góðum bata. Samt sem áður var sögðu læknar við foreldra hans að hann yrði aldrei íþróttamaður.
Ég fékk sjúkdóminn seinna eða þegar ég var 11 ára gamall. Ég fór í aðgerð og mjaðmarkúlan skemmdist þónokkuð. Áður en ég greindist með sjúkdóminn þá var ég mikill frjálsíþrótta- og hlaupagikkur. Ég tók þátt í nokkrum mótum þegar ég var lítill, t.d. í spretthlaupi og spjótkasti.
Þar af leiðandi var það mikil breyting fyrir mig að þurfa að ganga við hækjur og vera áberandi haltur í lengri tíma. Ég fann samt almennt ekkert mikið fyrir þessu, maður aðlagaðist þessu bara.

T.d. hef ég spilað körfubolta í lengri tíma og þurfti bara að læra að hoppa upp á hægri löppinni. Sem er mjög öfugsnúið fyrir rétthentan mann. Ég er búinn að þurfa að afrita í líkamsvitundinni að hoppa upp á vinstri og að nota hana almennt. Þetta var t.d. mjög kjánalegt í júdóinu. Maður þurfti alltaf að læra sporin í öllum brögðunum og telja eins og í dansi.

Ég man alltaf í fyrsta sinn sem ég fann virkilega fyrir þessu var þegar ég bjó út í danmörku. Þá fékk ég í fyrsta sinn svona sársaukakast sem getur varið í nokkra daga. Þarna var ég tvítugur og hafði ekkert þurft að spá í þetta áður. Pabbi talaði alltaf við læknanna þegar ég var yngri og maður sat bara hljóður og leyfði þeim að toga í sig og teygja.
En þarna út í danmörku þá fór ég til læknis og ég gleymi því aldrei hvernig hann sagði þetta við mig. Mér finnst þetta eiginlega bara fyndið. Þegar hann var að skoða röntgenmyndirnar af mjöðminni þá ég spurði hann hvort að verkirnir ættu eftir að vara lengi. Þá sagði hann "Alla ævi".

Læknar geta stundum verið svo uppörvandi. Það er eins og þeir líti á málið þannig að maður eigi að þakka fyrir að vera gangandi og allt annað sé bónus. En síðan ég fór til þessa læknis þá hef ég svona verið aðeins að afla mér upplýsinga um þetta allt saman og fann t.a.m. síðu perthes félagsins í Íslandi http://www.internet.is/annaz/perthes/

Ég hef líka tala við nokkra íslenska lækna sem segja mér allir að það sé óumflýanlegt að það þurfi að skipta um mjaðmarlið. Þeir vilja bara gera það eins seint og hægt er. Efnið í þessun gerviliðum endist víst ekkert of vel. En þegar maður spyr þá hvenær ég megi búast við slíkri aðgerð þá segja þeir "Þegar þú getur ekki sofið fyrir sársauka" Again uppörvandi.

Það er alveg magnað samt hvað maður lærir hlífa löppinni rosalega. Eins og ég sagði þá nota ég hana sem minnst í íþróttum og svo haltra ég oft þegar ég er þreyttur. En það er ekki vegna sársauka heldur bara af gömlum vana. Það hefur svo oft komið fyrir að fólk kemur upp að mér og spyr hvað sé að? Þá er ég farinn að vagga fram og tilbaka.

En eftir að ég fór að skokka núna um daginn þá fór ég að finna fyrir auknum styrk í löppinni. Ég tók aðeins í körfubolta í vikunni og út af þessum aukna styrk þá var eins líkaminn eða hugurinn væri að overwrite-a það sem ég hef kennt sjálfum mér. Ég fann allt í einu aukna getu til að hoppa upp á vinstri sem er mér auðvitað eðlislægt.
En það væri auðvitað dæmigert að maður færi að ofreyna sig og sanni allt sem læknarnir eru að segja. Best að fara varlega í þessum efnum.

Nú veit ég allt í einu ekkert hvað ég er að fara með þetta en núna geta allir skemmt sér að kynna sér perthes sjúkdóminn.

Já og B.t.w. Hið stórgóða lið Bumban keppir í streetball móti þann 1. júlí á klambratúni. Liðið skipar sjálfur, Kiddi the, Unnar G og Haukur Classen. Við vonum að sem flestir mæti og hvetji gömlu áfram.

2 Comments:

Blogger Ásta said...

Interesting!! Þetta vissi ég ekki um þig. Og þó hef ég séð þig haltra eftir langan vinnudag:) Og hoppa upp á hægri, nú þegar þú segir það... Ekki gaman að vita að þetta hverfi aldrei!
Og já, mjög flott í the bathropes:=)

7:16 f.h.  
Blogger Óli said...

It is interesting! isn´t is! já þetta er nú bara svona þú verður bara að sérhæfa þig í liðamótaskiptingum og sjá um að skera mig upp eftir x ár.
Takk fyrir hólið um the bathropes.
See u baby.

2:47 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home