þriðjudagur, janúar 30, 2007

Ísland 41 - 42 Danmörk

Þetta var um það bil það mesta ógeð sem ég hef á ævinni séð. Djöfulsins skíta danir með þetta montglott á sér, farnir að fagna fyrir hlé, slánar með ógeðslegan kleinuhring á fésinu og þjálfara sem hefði sómað sér vel í síðasta kompás þætti. Handbolti er eina vinsæla íþróttagreinin í heiminum sem íslendingar gætu átt raunhæfa möguleika að ná árangri í. Og þeir þurfa að tapa á móti dönum!!!! Það hefði verið skárra að tapa á móti króötum eða spánverjum en ekki soft teknó elskandi dönum. Ooohhhh þetta var svo ógeðslegt.

Ísland 24 - 28 Danmörk

Já þarna hafið þið það. Öll ástarævintýri hljóta að enda. Ég býst fastlega við því að þetta ævintýri endi í kvöld. Það er svo dæmigert að tapa fyrir dönum og detta svo út á stórmóti. Svona aðeins að minna okkur á who´s boss. Við sjáum samt til hvernig þetta fer en þetta er spáin mín. Ég verð að viðurkenna það að ég hata dani í íþróttum. Þeir eru svo skítvissir e-ð um að vinna. Come on boys!!!
Sumarbústaðarferðin um helgina var nokkuð góð. Ég lærði rosalegan spilagaldur og fékk að heyra frábært lag sem heitir New slang með The Shins. Bústaðurinn var í Húsafelli og var mjög vel búinn. Flottur pottur og vel rúmgóður. Við horfðum á HM og því verr og miður lofaði ég því að hlaupa nakin í kringum bústaðinn ef við myndum vinna Slóvena með einu marki. Ég tók sprettinn seinna um nóttina. Var bara nokkuð hressandi.

mánudagur, janúar 29, 2007

Babbajay

Já það er orðin dágóð stund síðan að ég bloggaði síðast. En það er góð ástæða fyrir því sem verður útlistuð hér. Þannig er mál með vexti að ég á enga tölvu. Venjulega hef komið heim með vinnutölvuna mína og bloggað á hana, ásamt því að vinna AÐ SJÁLF SÖGÐU. En fimmtudagurnn síðasti var einhver leiðinlegasti og versti dagur ársins. Hann einkenndist af fundarsetu frá 9:00 - 22:00 (með smá hléi inn á milli). En ég byrjaði daginn á því að fara á tvenna fundi fyrir hádegi og kom svo upp í vinnu í stresskasti þar sem að helmingur starfsmanna hafði meldað sig inn veikan. Ég fór upp á fjölfarna skrifstofu mína í risi Austó. Ég skrapp svo niður til að spjalla við fólkið þegar það mætti til vinnu. Ég þurfti svo að skreppa aftur upp í ris tæplega klukkustund síðar. Þegar ég kom þangað var vinnutölvan mín horfin!! Henni var sem sagt stolið um hábjartan dag inn í skólanum. Ég er búinn að vera í léttu sjokki síðan þá og ekkert bloggað. Reyndar fór ég í sumarbústað um helgina (ég ætla bara að blogga um það næst, ég nenni því ekki núna). Ég kom heim í gær og þá var barnið orðið fárveikt og móðirin nánast ósofin. Ég þurfti því að vera heima í dag til að sjá um barnið. Sem by the way er farið að segja Babbajay í öðru hverju orði. Ég er að reyna að ráða merkingu þess á fullu. "Stubbarnir", "labbitúr" eða "pabbi er gay" kemur helst til greina. Næst á dagskrá á Bólafur er sumarbústaðarferð og íslenska landsliðið í handbolta.

mánudagur, janúar 22, 2007

Áfram Ísland


Ég vildi óska þess að ég hefði bloggað í gær vegna þess að ég er búinn að hugsa síðan í gær að það væri svo týpískt fyrir íslenska landsliðið í handbolta að vinna frakka í dag. Einmitt þegar þeir hafa grafið sig djúpt í skítinn. Alltaf þegar fólk er búið að gefa upp alla von þá koma þeir sterkir tilbaka. Mitt samband við landsliðið er eins og við ótrúa eiginkonu sem ég get ekki hætt að elska. Alltaf þegar þeir hrífa mig með sér og maður fer að gera sér vonir um að þeir vilji bara mig þá halda þér fram hjá mér með landsliði Túnis. Ég hef því ákveðið að vera hóflega bjartsýnn að þeir geti haldið sér á mottunni þó að ég sé vissulega kolfallinn fyrir þeim.
Mig langar að tala um Kompás í gær en ég nenni því varla. Það er svo mikið búið að tala um þetta og þessi sturlaði maður var bara too much fyrir mitt litla hjarta.

laugardagur, janúar 20, 2007

Evróvísíón


Ég sit fyrir framan sjónvarpið og horfi á undankepppni eurovision 2007. Ég fann bara lógóið frá því í fyrra, það verður bara að duga. Út af einhverri furðulegri ástæðu þá gef ég lögum sem eru í evróvisíon miklu meiri séns en öðrum lögum. Það er bara þannig að 99,9 % af lögunum í evróvisíón er svo mikið drasl að ég myndi skipta um stöð ef þau kæmu í útvarpinu. En vegna þess að þetta er evró þá reynir maður geðveikt að finna góðu hliðarnar í lögunum. "Já ágætis millikafli þarna" bla bla bla. Í kvöld voru til að mynda tvíburabróðir Guðmundar í Byrginu, þessi með gráa taglið, flottur með rokkslagarann sinn og lagið "þþþþþþúúúú gafst mér allt" er eitt það besta sem ég hef heyrt síðan jón gnarr gaf út lagið um úlpuna sína.
En að öllu gríni slepptu þá fannst mér flest lögin vera áberandi illa sungin. Og auðvitað eins og alltaf þá deyr maður næstum því úr kjánahrolli að horfa á performansið.
En úr einu í annað. Ég fór nú að velta fyrir mér af hverju traffíkin á síðunni var allt í einu svona mikil. Ég held að það hafi næstum því 200 manns skoðað hana í gær. En þá læddi því að mér góður maður að fólk væri sennilega að googla um Byrgismálið og fengi upp síðuna mína. Ég testaði það og viti menn það var rétt. Ef maður googlar ákveðið orð (the sex tape)( á íslensku) þá birtist bolafur þar númer 3 á lista.
Áfram Ísland.

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Aldrei samur aftur


Já þessi mynd kann að vera nett yfir strikið en ég get bara ekki hugsað um annað. Ég gerði þau reginmistök að setjast niður með Valgerði eftir matinn í rómantískri stemmningu og horfa á sick sick sick ble ble-ið hans ble ble í Byrginu. Rauðbólgin kynfæri tengd í raftæki sem ættu bara að vera notuð af faglærðum rafvirkja. Buttplugg, dildóar og leðurgríman. Guðmundur að glenna rassgatið framan í rekkjunaut sinn að biðja um meiri Daríu (nafnið á dildóinum) og síðast en ekki síst hið grásprengda tagl Guðmundar.
Ég er með þessa ímynd fasta í hausnum á mér og held ég verði bara aldrei samur. 30 mínútur af þessari geðveiki er að finna núna á netinu og ég vara alla við sem ætla að kíkja á Guðmund, ónefnda stúlku og Daríu. Farið varlega.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Hver á lyktina?


Fór í skólann í gær og var það bara helvíti fínt. Síðasti tími dagsins var hluti af námskeiðinu Leiklist, sögur og frásögn. Og þar sem að ég var búinn að vera að hlaupa fram og tilbaka úr skólanum og vinnunni allan daginn þá var maður rétt byrjaður að svitna svona lítillega. En ég hefði svo sem getað sagt sjálfum mér það að þessi tími yrði ekki með hefðbundnu sniði og þegar ég tek þátt í e-u svona leiklistar þá verð ég extra stressaður og svitna meira en venjulega.
Við byrjuðum tímann á því að tala aðeins um námsefnið og svo var öllum borðum hent út í vegg og byrjað í svona "kynnastbetursemhópurleikir". Við vorum öll látin ganga um stofuna horfa í augun á hvort öðru, en svo kallaði kennarinn 4 og þá áttu fjórar manneskjur að faðmast. Mér til mikillar ógleði fann ég hvernig svitalyktin gaus upp þegar ég faðmaði hópinn sem ég lenti í. Ég reyndi bara að spila "hver á lyktina leikinn" og horfði í kringum mig mjög hneykslaður á svip. Hverjum dettur í hug að hafa svona tíma í lok dagsins. Sérstaklega fyrir fullvaxta heljarmenni eins og mig sem má ekki opna mjólkurfernu án þess að byrja að svitna óhóflega. En þetta var nú allt í lagi held ég, allir skemmtu sér nokkuð vel nema stelpan sem sat við hliðina á mér og ég kenndi um lyktina. Hallaði mér vel frá henni og rak nefið eins langt og ég gat frá henni. Fólk var farið að horfa á hana og hrista hausinn í laumi.

Nú hef ég aðeins tvær vikur til stefnu áður en febrúar byrjar. Samkvæmt planinu þá ætti ég að verða orðinn 90 kg. í febrúar. Það hefur ekki beint gengið eins og skildi þar sem að ég er ennþá fastur í 99 kg. En ég er allavega laus úr 100+ klúbbnum sem er mikið gleðiefni í sjálfu sér.
Nú fer maður að taka á því. UUrrrrrr.

By the way, gleymdi þessu alveg. Ég rakst á þetta í gær og vissi ekki hvert ég ætlaði. Þetta er alveg eins og fóstbræðraþáttur, ég trúi varla ennþá að þetta sé ekki leikið. En seeing is believing.

http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=&id=2927

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Skólinn að byrja á ný

Á morgun held ég áfram skólagöngu minni. Ég hef verið í hálfgerðu fríi í haust og því kominn tími til að fara að byrja upp á nýtt. Það verður vafalaust erfitt að byrja aftur en þó er huggun fólgin í því að einungis er um tvö fög að ræða á þessari önn.
Þetta er nú búinn að vera hálf tussulegur dagur í dag en hann endaði á góðum nótum. Við Valgerður ákváðum að glápa á Mr. and Mrs. Smith þar sem að ekkert annað var í sjónvarpinu. Ég var búinn að sjá þessa ræmu áður og hún var nú e-ð hálf asnaleg í minningunni. En svona er það með væntingar, miklar valda vonbrigðum og litlar vekja upp óvænta gleði. Við settumst með litlar væntingar og horfðum á Pitt og Jolie vera ljóta parið. Og viti menn, óvænt gleði, ef maður horfði í gegnum allt bullið.
kvót: "Jane Smith: There's this huge space between us, and it just keeps filling up with everything that we *don't* say to each other. What's that called?
Marriage Counselor: Marriage.

Vissir þú: Að Vince Vaughn leikur í Mr.and Mrs. Smith. Sá hinn sami og byrjaði síðan með Jennifer Aniston, sú hin sama og stóð út í horni og horfði á þegar að Angelina jolie stal manninum hennar, sem heitir einmitt Brad pitt. Það hlýtur að hafa verið skrýtnir endurfundir þegar þeir félagar hittust aftur.

Að fyrsti geisladiskurinn sem var fjöldaframleiddur í USA var Born in the Usa með Bruce Springsteen.

Að karlmenn hugsa að jafnaði um kynlíf á 7 sekúnda fresti.

Að skegg karlmanns vex hraðast þegar hann býst við kynlífi

Að fyrsta parið sem var sýnt saman upp í rúmi í amerísku sjónvarpi voru Fred og Wilma Flinstone.

Að Andrés önd var einu sinni bannaður í Finnlandi vegna þess að hann gengur ekki í buxum.

Að Andrés setur alltaf handklæði utan um mittið á sér þegar að hann er búinn í sturtu!

Að ég er farinn að sofa.

Hola Seniores und frauleins.

sunnudagur, janúar 14, 2007

Þunnur Sunnudagur


Enn og aftur sannaðist reglan um að bestu djömmin eru óplönuð. En það kom e-r ógurlegur púki í mig í gærkvöldi. Ég skellti mér til Garðars og Söru og sat þar við drykkju með Borat í sjónvarpinu. Stuttu seinna kom Ingó og við héldum áfram að drekka úr okkur allt vit. Siggi, Inga Dóra og Haukur komu svo og við skunduðum í bæinn. Ferðinni var heitið á bar 11 þar sem var SJÚKLEGA troðið. Það var þvílíka ástandið á 11-unni. Þegar ég ætlaði á klósettið uppi þá var allt á floti á gólfinu og klósettið stíflað. Ég ákvað að skella mér niður á barinn í staðinn en þá lak klósettvatn úr loftinu niður á barinn og dansgólfið. Einn ónefndur maður setti hendurnar undir bununa í e-u dansæði og skvetti framan í sig. HRESS. En kvöldið endaði vel þó að sumir hafi verið more drunk than others. Förum ekki nánar út í það. Reyndar er hálfgert kraftaverk að ég og Ingó séum á lífi eftir að hafa gengið heim í gegnum snjóstorminn í nótt. En takk fyrir kvöldið alle sammen.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Steiktur heili.

Jæja þá er maður búinn að sitja í vinnunni í 5 tíma og skrifa skýrslu. Hausinn á mér er officially orðinn steiktur. En ég varð fyrir miklu sjokki um daginn þegar ég var að blaða í gegnum moggann á mánudagsmorguninn. Þá rak ég augun í minningargrein um Torfa sem einu sinni vann á Dominos. Strákur aðeins eldri en ég, en hann dó út í Póllandi og skilur eftir sig tvær stelpur og eiginkonu. Mér fannst Torfi alltaf frábær gaur hann þótti svolítið sérstakur á Dominos og passaði kannski ekkert rosalega vel inn þar. Var með þetta svakalega skegg og sagði endalausar sögur af sjónum. Var alltaf stórhneykslaður ef maður skildi ekki orð sem hann sagði. En þegar ég las minningargreinarnar um hann þá var það alveg gegnumgangandi hvað hann virtist hafa djúp áhrif á fólkið sem hann umgekkst. Öllum líkaði vel við hann virtist vera og ég fór strax að hugsa um fólk sem maður hefur kynnst sem öllum virðist líka vel við. Fólk sem gefur frá sér e-a hlýju eða góða strauma og er almennt góðhjartað og skemmtilegt í garð allra sem það hittir. Ég man eftir nokkrum þannig sem hafa orðið á vegi mínum. Mér finnst það alltaf jafn aðdáunarvert að vita til þess að sumir eru beintengdir inn í eigið sjálf, ef ég mætti komast svo að orði. Þurfa ekki að vera að þykjast neitt. Stórkostlegt einkenni í fari hvers manns og konu.
En annað: Hversu fáránlegt er það að Rauði krossinn og SÁÁ skuli reka spilakassa á Íslandi? Að lenda í stórkostlegum vandræðum vegna spilafíknar í spilakössum SÁÁ og fara svo í meðferð hjá SÁÁ. Skil þetta ekki!

laugardagur, janúar 06, 2007

2007

Jæja árið 2007 gengið í garð. Lauk árinu 2006 á góðu nótunum í afmælispartý heima hjá mér sem entist til 10 um morguninn. Mjög skemmtilegt það, sérstaklega þegar barnið kom heim úr pössun klukkan 12. Ég vill þakka öllum fyrir komuna og sérstaklega þeim sem gátu ekki drullað sér út fyrr...djók. Svefnleysið var alveg þess virði.
En árið byrjaði nú ekkert mjög vel að mér finnst. Ég var veikur fyrstu daga ársins, Vala er núna orðin veik, Visareikningurinn er kominn, Saddam hengdur, Magni er skilin og James Brown ei meir. Og við skulum ekki gleyma því að ég er orðinn 29 ára gamall. Veit ekki alveg hvað mér finnst um það.
En í kjölfar þess að hr. Örn Gunnarson fór aftur til Englands í dag þá fórum við tveir að sjá The Children of men í gær. Alveg snilldargóð ræma þar á ferð. Ótrúlega óþægilega spennandi mynd, svona eins og maður hafi verið að horfa á alvöru fréttamyndir úr stríði. M. Caine og C. Owen mjög flottir og nokkuð flott plott.
Jæja ætla að halda áfram að horfa á House M.d.