mánudagur, janúar 22, 2007

Áfram Ísland


Ég vildi óska þess að ég hefði bloggað í gær vegna þess að ég er búinn að hugsa síðan í gær að það væri svo týpískt fyrir íslenska landsliðið í handbolta að vinna frakka í dag. Einmitt þegar þeir hafa grafið sig djúpt í skítinn. Alltaf þegar fólk er búið að gefa upp alla von þá koma þeir sterkir tilbaka. Mitt samband við landsliðið er eins og við ótrúa eiginkonu sem ég get ekki hætt að elska. Alltaf þegar þeir hrífa mig með sér og maður fer að gera sér vonir um að þeir vilji bara mig þá halda þér fram hjá mér með landsliði Túnis. Ég hef því ákveðið að vera hóflega bjartsýnn að þeir geti haldið sér á mottunni þó að ég sé vissulega kolfallinn fyrir þeim.
Mig langar að tala um Kompás í gær en ég nenni því varla. Það er svo mikið búið að tala um þetta og þessi sturlaði maður var bara too much fyrir mitt litla hjarta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home