Skólinn að byrja á ný
Á morgun held ég áfram skólagöngu minni. Ég hef verið í hálfgerðu fríi í haust og því kominn tími til að fara að byrja upp á nýtt. Það verður vafalaust erfitt að byrja aftur en þó er huggun fólgin í því að einungis er um tvö fög að ræða á þessari önn.
Þetta er nú búinn að vera hálf tussulegur dagur í dag en hann endaði á góðum nótum. Við Valgerður ákváðum að glápa á Mr. and Mrs. Smith þar sem að ekkert annað var í sjónvarpinu. Ég var búinn að sjá þessa ræmu áður og hún var nú e-ð hálf asnaleg í minningunni. En svona er það með væntingar, miklar valda vonbrigðum og litlar vekja upp óvænta gleði. Við settumst með litlar væntingar og horfðum á Pitt og Jolie vera ljóta parið. Og viti menn, óvænt gleði, ef maður horfði í gegnum allt bullið.
kvót: "Jane Smith: There's this huge space between us, and it just keeps filling up with everything that we *don't* say to each other. What's that called?
Marriage Counselor: Marriage.
Vissir þú: Að Vince Vaughn leikur í Mr.and Mrs. Smith. Sá hinn sami og byrjaði síðan með Jennifer Aniston, sú hin sama og stóð út í horni og horfði á þegar að Angelina jolie stal manninum hennar, sem heitir einmitt Brad pitt. Það hlýtur að hafa verið skrýtnir endurfundir þegar þeir félagar hittust aftur.
Að fyrsti geisladiskurinn sem var fjöldaframleiddur í USA var Born in the Usa með Bruce Springsteen.
Að karlmenn hugsa að jafnaði um kynlíf á 7 sekúnda fresti.
Að skegg karlmanns vex hraðast þegar hann býst við kynlífi
Að fyrsta parið sem var sýnt saman upp í rúmi í amerísku sjónvarpi voru Fred og Wilma Flinstone.
Að Andrés önd var einu sinni bannaður í Finnlandi vegna þess að hann gengur ekki í buxum.
Að Andrés setur alltaf handklæði utan um mittið á sér þegar að hann er búinn í sturtu!
Að ég er farinn að sofa.
Hola Seniores und frauleins.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home