Babbajay
Já það er orðin dágóð stund síðan að ég bloggaði síðast. En það er góð ástæða fyrir því sem verður útlistuð hér. Þannig er mál með vexti að ég á enga tölvu. Venjulega hef komið heim með vinnutölvuna mína og bloggað á hana, ásamt því að vinna AÐ SJÁLF SÖGÐU. En fimmtudagurnn síðasti var einhver leiðinlegasti og versti dagur ársins. Hann einkenndist af fundarsetu frá 9:00 - 22:00 (með smá hléi inn á milli). En ég byrjaði daginn á því að fara á tvenna fundi fyrir hádegi og kom svo upp í vinnu í stresskasti þar sem að helmingur starfsmanna hafði meldað sig inn veikan. Ég fór upp á fjölfarna skrifstofu mína í risi Austó. Ég skrapp svo niður til að spjalla við fólkið þegar það mætti til vinnu. Ég þurfti svo að skreppa aftur upp í ris tæplega klukkustund síðar. Þegar ég kom þangað var vinnutölvan mín horfin!! Henni var sem sagt stolið um hábjartan dag inn í skólanum. Ég er búinn að vera í léttu sjokki síðan þá og ekkert bloggað. Reyndar fór ég í sumarbústað um helgina (ég ætla bara að blogga um það næst, ég nenni því ekki núna). Ég kom heim í gær og þá var barnið orðið fárveikt og móðirin nánast ósofin. Ég þurfti því að vera heima í dag til að sjá um barnið. Sem by the way er farið að segja Babbajay í öðru hverju orði. Ég er að reyna að ráða merkingu þess á fullu. "Stubbarnir", "labbitúr" eða "pabbi er gay" kemur helst til greina. Næst á dagskrá á Bólafur er sumarbústaðarferð og íslenska landsliðið í handbolta.
3 Comments:
Ojjj, ég verð svo brjáluð þegar svona gerist! Hvernig getur fólk gert svona? Ég þoli ekki þjófa. Vonandi var ekki allt of margt ómissandi í tölvunni:(
Minnir mig á að ég verð að drífa mig í að framkalla myndirnar okkar, þær liggja allar í tölvunni. Hugsa sér ef tölvunni yrði stolið!:-(
Nákvæmlega Ásta. Taka Back up Back up Back up.
Nákvæmlega Ásta. Taka Back up Back up Back up.
Skrifa ummæli
<< Home