sunnudagur, janúar 14, 2007

Þunnur Sunnudagur


Enn og aftur sannaðist reglan um að bestu djömmin eru óplönuð. En það kom e-r ógurlegur púki í mig í gærkvöldi. Ég skellti mér til Garðars og Söru og sat þar við drykkju með Borat í sjónvarpinu. Stuttu seinna kom Ingó og við héldum áfram að drekka úr okkur allt vit. Siggi, Inga Dóra og Haukur komu svo og við skunduðum í bæinn. Ferðinni var heitið á bar 11 þar sem var SJÚKLEGA troðið. Það var þvílíka ástandið á 11-unni. Þegar ég ætlaði á klósettið uppi þá var allt á floti á gólfinu og klósettið stíflað. Ég ákvað að skella mér niður á barinn í staðinn en þá lak klósettvatn úr loftinu niður á barinn og dansgólfið. Einn ónefndur maður setti hendurnar undir bununa í e-u dansæði og skvetti framan í sig. HRESS. En kvöldið endaði vel þó að sumir hafi verið more drunk than others. Förum ekki nánar út í það. Reyndar er hálfgert kraftaverk að ég og Ingó séum á lífi eftir að hafa gengið heim í gegnum snjóstorminn í nótt. En takk fyrir kvöldið alle sammen.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jesús er ellefan að hrinja....það yrði vest í heimi...kossar og knús frá danmörkunni...

1:58 e.h.  
Blogger Óli said...

Allavega flæðir klósettvatnið eins og vín um slottið. Hvenær koma inn myndir frá gamlárs á síðuna þína??

1:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home