laugardagur, janúar 20, 2007

Evróvísíón


Ég sit fyrir framan sjónvarpið og horfi á undankepppni eurovision 2007. Ég fann bara lógóið frá því í fyrra, það verður bara að duga. Út af einhverri furðulegri ástæðu þá gef ég lögum sem eru í evróvisíon miklu meiri séns en öðrum lögum. Það er bara þannig að 99,9 % af lögunum í evróvisíón er svo mikið drasl að ég myndi skipta um stöð ef þau kæmu í útvarpinu. En vegna þess að þetta er evró þá reynir maður geðveikt að finna góðu hliðarnar í lögunum. "Já ágætis millikafli þarna" bla bla bla. Í kvöld voru til að mynda tvíburabróðir Guðmundar í Byrginu, þessi með gráa taglið, flottur með rokkslagarann sinn og lagið "þþþþþþúúúú gafst mér allt" er eitt það besta sem ég hef heyrt síðan jón gnarr gaf út lagið um úlpuna sína.
En að öllu gríni slepptu þá fannst mér flest lögin vera áberandi illa sungin. Og auðvitað eins og alltaf þá deyr maður næstum því úr kjánahrolli að horfa á performansið.
En úr einu í annað. Ég fór nú að velta fyrir mér af hverju traffíkin á síðunni var allt í einu svona mikil. Ég held að það hafi næstum því 200 manns skoðað hana í gær. En þá læddi því að mér góður maður að fólk væri sennilega að googla um Byrgismálið og fengi upp síðuna mína. Ég testaði það og viti menn það var rétt. Ef maður googlar ákveðið orð (the sex tape)( á íslensku) þá birtist bolafur þar númer 3 á lista.
Áfram Ísland.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home