laugardagur, janúar 06, 2007

2007

Jæja árið 2007 gengið í garð. Lauk árinu 2006 á góðu nótunum í afmælispartý heima hjá mér sem entist til 10 um morguninn. Mjög skemmtilegt það, sérstaklega þegar barnið kom heim úr pössun klukkan 12. Ég vill þakka öllum fyrir komuna og sérstaklega þeim sem gátu ekki drullað sér út fyrr...djók. Svefnleysið var alveg þess virði.
En árið byrjaði nú ekkert mjög vel að mér finnst. Ég var veikur fyrstu daga ársins, Vala er núna orðin veik, Visareikningurinn er kominn, Saddam hengdur, Magni er skilin og James Brown ei meir. Og við skulum ekki gleyma því að ég er orðinn 29 ára gamall. Veit ekki alveg hvað mér finnst um það.
En í kjölfar þess að hr. Örn Gunnarson fór aftur til Englands í dag þá fórum við tveir að sjá The Children of men í gær. Alveg snilldargóð ræma þar á ferð. Ótrúlega óþægilega spennandi mynd, svona eins og maður hafi verið að horfa á alvöru fréttamyndir úr stríði. M. Caine og C. Owen mjög flottir og nokkuð flott plott.
Jæja ætla að halda áfram að horfa á House M.d.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já sorglegt að Saddam sé farinn, ég sem var að spá í að fá hann í stjórnmál á íslandi, við íslendingar veitum fólki bara uppreisn æru og reynum að koma því á þing ef það gerir eitthvað af sér.

En takk fyrir kvöldið :) Þvílíkt tillitsleysi í okkur að hundskast ekki út fyrr en klukkan 10, hugsanaleysi í algleymingi.

Vonandi verður þetta gott ár fyrir rauðhærða!

7:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já sorglegt að Saddam sé farinn, ég sem var að spá í að fá hann í stjórnmál á íslandi, við íslendingar veitum fólki bara uppreisn æru og reynum að koma því á þing ef það gerir eitthvað af sér.

En takk fyrir kvöldið :) Þvílíkt tillitsleysi í okkur að hundskast ekki út fyrr en klukkan 10, hugsanaleysi í algleymingi.

Vonandi verður þetta gott ár fyrir rauðhærða!

KT

7:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Á ég að pósta þessu einu sinni enn finnst þér? góð vísa er aldrei of oft kveðin...

KT

7:55 e.h.  
Blogger Óli said...

Ekkert tillitsleysi, bara gaman. En ég skil þetta ekki alveg, nenniru að setja þetta inn einu sinni enn.

10:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home