miðvikudagur, janúar 17, 2007

Hver á lyktina?


Fór í skólann í gær og var það bara helvíti fínt. Síðasti tími dagsins var hluti af námskeiðinu Leiklist, sögur og frásögn. Og þar sem að ég var búinn að vera að hlaupa fram og tilbaka úr skólanum og vinnunni allan daginn þá var maður rétt byrjaður að svitna svona lítillega. En ég hefði svo sem getað sagt sjálfum mér það að þessi tími yrði ekki með hefðbundnu sniði og þegar ég tek þátt í e-u svona leiklistar þá verð ég extra stressaður og svitna meira en venjulega.
Við byrjuðum tímann á því að tala aðeins um námsefnið og svo var öllum borðum hent út í vegg og byrjað í svona "kynnastbetursemhópurleikir". Við vorum öll látin ganga um stofuna horfa í augun á hvort öðru, en svo kallaði kennarinn 4 og þá áttu fjórar manneskjur að faðmast. Mér til mikillar ógleði fann ég hvernig svitalyktin gaus upp þegar ég faðmaði hópinn sem ég lenti í. Ég reyndi bara að spila "hver á lyktina leikinn" og horfði í kringum mig mjög hneykslaður á svip. Hverjum dettur í hug að hafa svona tíma í lok dagsins. Sérstaklega fyrir fullvaxta heljarmenni eins og mig sem má ekki opna mjólkurfernu án þess að byrja að svitna óhóflega. En þetta var nú allt í lagi held ég, allir skemmtu sér nokkuð vel nema stelpan sem sat við hliðina á mér og ég kenndi um lyktina. Hallaði mér vel frá henni og rak nefið eins langt og ég gat frá henni. Fólk var farið að horfa á hana og hrista hausinn í laumi.

Nú hef ég aðeins tvær vikur til stefnu áður en febrúar byrjar. Samkvæmt planinu þá ætti ég að verða orðinn 90 kg. í febrúar. Það hefur ekki beint gengið eins og skildi þar sem að ég er ennþá fastur í 99 kg. En ég er allavega laus úr 100+ klúbbnum sem er mikið gleðiefni í sjálfu sér.
Nú fer maður að taka á því. UUrrrrrr.

By the way, gleymdi þessu alveg. Ég rakst á þetta í gær og vissi ekki hvert ég ætlaði. Þetta er alveg eins og fóstbræðraþáttur, ég trúi varla ennþá að þetta sé ekki leikið. En seeing is believing.

http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=&id=2927