mánudagur, febrúar 21, 2005

HJÁLP!!!!!! Eins og Bítlarnir sungu svo fagurt forðum daga. Ég þjáist af kæruleysi á skuggalega háu stigi. Ég átti að skila verkefni á föstudag, fékk frest fram á sunnudag, núna er mánudagur og ég er varla byrjaður. Og mér er svo SKÍTSAMA, what the hell is wrong with me. Eina sem ég geri, og vill gera í lífinu þessa dagana, er að sitja og stara og dáðst að Völu. Vala að hlæja, Vala að sofa, Vala að vakna, Vala í vondu skapi, Vala að sveifla þungum hlut, Vala að rétta mér þurrku til að stöðva blóðstreymið. Aaaaahhhh Women, you cant live with ´em , you cant kill ´em, eins og rómantískur maður orðaði svo fallega eitt sinn. Í gær var frumsýningin mikla í föðurhúsunum, greyið gullið mitt þurfti að mæta þunn, en að sjálfsögðu hreif hún alla með sér. Faðir minn blessaði sambandið og fór með stutta bæn í tilefni þess. Sýningin stóð ekki lengi yfir og síðan var farið heim og haldið störunni gangandi.
Í dag kom svo Oddur gamli vinnufélagi á Hagaborg og núverandi umsjónarmaður útvarpsþáttar á Talstöðinni, í heimsókn í vinnuna. Hann tók viðtal við nokkur börn og spurði þau út í frístundaheimilið. Þessu verður síðan útvarpað kl 10 í fyrramálið. Það verður gaman að heyra hvað börnin segja..."er gaman á frístundaheimilinu?" " Já það er svo sem ágætt, en þessi Óli!, mesti fáviti sem ég hef kynnst". Æ karamba! Nei 7 ára börn segja ekki svona ljótt. Þau hugsa það bara.

2 Comments:

Blogger arna said...

metnaður óli.. metnaður.

12:44 f.h.  
Blogger Óli said...

Metnaður er aðeins af hinu illa og gerir mann ófríðan.

12:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home