fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Þetta er nú meiri geðveikin þessa dagana. Mér finnst eins og ég hafi ekki tíma til að anda. Mér finnst ég ekki hafa sofið dúr síðustu tvær vikur. Brjálað að gera í vinnunni og allt crazy í skólanum. Þetta er kannski ekki alveg nógu og sniðugt, þetta nám og skóli saman. Sérstaklega ekki þegar maður er í svona orkusjúgandi vinnu. En nú er víst búið að plana ferð til Danmerkur 13. - 17. febrúar með Ítr. Við ætlum að skoða dönsk frístundaheimili, sem verður kannski ágætt, fyrir utan það að tvær af þrem konum sem ég er að fara með eru kasóléttar. Við förum sem sagt fjögur saman. En þetta verður bara stuð.
Ég gerði mjög gáfulegan hlut í dag og skilaði inn Visa korti djöfla korti. Eftir að hafa fengið Gígantískan reikning eftir jólin þá ákvað ég bara að láta bankann geyma fyrir mig kortið. Fjárhagslega sjálfstæður.....je right. Ég er það allavega ekki.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Á ekki að kíkja í bæinn með Tim og Butler?

eða bara með mér um helgina?

Garðar

8:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

:D ég hélt alltaf ad nám og skóli færi bara vel saman! En á ekki ad kikja i eins og einn øl ef tu hefur einhvern tima afløgu i koben (eg tekki ágætlega til fitidshjem og skola ;).

HAWK

9:00 f.h.  
Blogger Óli said...

Garðar, Mig og Butler skal í byen. Det er helt sikkert.
Og Hauks, engin spurning. Láttu mig fá númerið þitt og við kíkjum e-ð út.

11:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ætlarðu að hafa samband við Butler í alvöru?

KT

1:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

cool! Ekki verra ad kikja adeins út og fá sér einn (eða 2) Hafðu bara samband við mig og reyndum að finna heppilegan tíma. Mailið mitt er: hg@mic.dtu.dk og S:+45 50595177. Svo vill til ad Arnar bró verður hjá mér frá 9 til 14 feb.

2:35 e.h.  
Blogger Óli said...

Kiddi, ég held ekki, en það væri nú gaman að hitta hann. Bara svona for old time sake (er það skrifað svona? er þetta ekki japanskt vín?)
Haukur, engin smurning. Ég verð þá í bandi við þig áður en ég kem út.

7:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home