föstudagur, febrúar 04, 2005

Í kvöld var eitt af fáum kvöldum sem ég hafði til að læra fyrir törnina sem er að ganga í garð á næstunni, en hvað gerir maður þá? Tekur til í allri íbúðinni og spilar Mr. Bojangles með Dylan 100 sinnum á gítarinn. Að sjálfsögðu. Það er nefnilega gáfulegt og í senn meira gáfulegt. En ég hef mikið verið að velta þessu fyrir mér með boxer nærbuxur. Af hverju eru þær ekki með sterkari teygju neðst á skálmunum? Ætli maðurinn sem framleiðir og hannar þær gangi bara í afastórumspítalanærbuxum og viti í raun ekkert hvað hann er að gera. Maður má ekki hreyfa sig of hratt, þá er allt farið af stað. Allt í einu áttar maður sig á því, að maður er kominn í magabelti/G-streng sem skerst í klofið á manni. Þá eru nærbuxurnar komnar svo hátt upp á maga að neðri skálmarnar eru komnar yfir rasskinnarnar. Eða er þetta kannski bara ég, sem kaupir nærbuxur í Hagkaup? Ætti ég kannski að fara að lifa hátt og kaupa mér nærbuxur í 17 á 4999 stykkið? Eða ætti ég að ganga alla leið, a la Beckham, og byrja bara að ganga í G-streng, svona dags daglega. Nei, ég held ekki. Ætli ég reyni ekki frekar að ganga hægt og rólega og byrji jafnvel að teipa nærbuxurnar við lærin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home