Í kvöld var eitt af fáum kvöldum sem ég hafði til að læra fyrir törnina sem er að ganga í garð á næstunni, en hvað gerir maður þá? Tekur til í allri íbúðinni og spilar Mr. Bojangles með Dylan 100 sinnum á gítarinn. Að sjálfsögðu. Það er nefnilega gáfulegt og í senn meira gáfulegt. En ég hef mikið verið að velta þessu fyrir mér með boxer nærbuxur. Af hverju eru þær ekki með sterkari teygju neðst á skálmunum? Ætli maðurinn sem framleiðir og hannar þær gangi bara í afastórumspítalanærbuxum og viti í raun ekkert hvað hann er að gera. Maður má ekki hreyfa sig of hratt, þá er allt farið af stað. Allt í einu áttar maður sig á því, að maður er kominn í magabelti/G-streng sem skerst í klofið á manni. Þá eru nærbuxurnar komnar svo hátt upp á maga að neðri skálmarnar eru komnar yfir rasskinnarnar. Eða er þetta kannski bara ég, sem kaupir nærbuxur í Hagkaup? Ætti ég kannski að fara að lifa hátt og kaupa mér nærbuxur í 17 á 4999 stykkið? Eða ætti ég að ganga alla leið, a la Beckham, og byrja bara að ganga í G-streng, svona dags daglega. Nei, ég held ekki. Ætli ég reyni ekki frekar að ganga hægt og rólega og byrji jafnvel að teipa nærbuxurnar við lærin.
Bólafur Bloggar
Fjölskyldan, börnin, konan og allt þar fyrir utan.
Myndir
Frabaera folkid
Stubbarnir
Nauðsynjar
My Space
Click Here
Previous Posts
- Þetta er nú meiri geðveikin þessa dagana. Mér finn...
- Ég er svo mikill lúði þegar kemur að tækni. Ég sit...
- Ég hef nú sjaldan verið talin heppinn maður í spil...
- Jæja svaka fjör og stuð. Fór í gær með hnátunni á ...
- En á ný er það djamm báða dagana. Þetta er náttúru...
- Æi ég er alltaf svo gáfaður. Ég ákvað að skella mé...
- AARRRGGG ég get ekki sofnað. En er búinn að vera a...
- Búinn að vera veikur núna í 2 daga. Rosalega er að...
- Kennarinn sem ég sendi bréfið til brást öll hin lj...
- Er búinn að vera að lesa ævisögu Bob Dylan upp á s...
föstudagur, febrúar 04, 2005
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home