mánudagur, febrúar 07, 2005

Nú er maður alveg kominn með nóg. Það er bara kominn tími á breytingar. Ég ákvað í gær, í samráði við Völu, að byrja að lita á mér hárið kolsvart. Mér er farið að finnast það mjög flott. Frændi minn hefur gert það í mörg ár og það kemur vel út. Að sjálfsögðu tekur maður augnabrýrnar líka. Maður þarf bara að passa þegar rauða hárið byrjar að koma aftur, lita bara reglulega. Það er samt alveg töff að vera með skipt, rautt og svart. Ég er að hugsa um að breyta bara alveg um lífsstíl. Ég nenni ekkert að vera vinna með börnum lengur, ég skammast mín fyrir það. Mér finnst það bara hallærislegt. Þessi laun eru líka bara djók. Ég er búinn að tala, bæði við Tóta Ævars og Eggert á Hróa, og ég veit að þeir geta báðir reddað mér vaktstjórastöðum. Ég meina það er allavega 200-300 þús. á mánuði í vasann, í alvöru! Síðan verð ég bara að fá mér ALMENNILEGAN bíl. Það er svo erfitt fyrir mig að þurfa að viðurkenna að ég sé þetta gamall og ég eigi engan bíl. Það eru fín bílalán í gangi og maður getur fengið 2004 árgerðina af Audi A6 á undir 3 millum. Setja alvöru græur í þetta marr og blasta svo niður laugaveginn. Alvöru píkutryllir, það er eina sem dugar.
Maður verður að taka lífið í sínar eigin hendur, það þýðir ekkert að sitja bara og bíða. Þeir sem gera það eru bara ljótt fólk. Allir sem eru sucess, þeir líta vel út. Ég ætla að taka litun á þetta, fara aðeins í klassann og nokkra ljósatíma og þá er þetta komið. Vera svolítið áberandi. Ég vill ekkert vera eins og ljóta fólkið. Oj það er svo ógeðslegt. Af hverju er það ekki bara lokað einhverstaðar inni. En allavega ef þið þurfið að hitta á mig, þá verður kallinn um helgina á Rex. Líklegast að undirbúa að sprengja í e-a tussu marrrr. Ekki nema Vala verði með mér, þá verður kallinn náttúrulega bara rólegur..HA...he he he he.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég legg hér með blessun mína yfir þetta samneyti. megi samræður ykkar vera innihaldsríkar og krassandi, för ykkar um tilveruna uppátækjasöm og svaðaleg, og bólfarir hinar svakalegustu :Þ

KT

6:29 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er sammála síðasta ræðumanni og lýsi hér með yfir ánægju minni og óska ykkur gæfu í komandi framtíð :)

Haukurinn í koben (þetta er fyrir þig Kiddi ;)

3:11 e.h.  
Blogger Óli said...

Þakka ykkur fyrir drengir. Ég met þetta mikils.

5:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að hitta þig eftir breytingu...held að þetta eigi eftir að trylla þær. Þú gætir líka tekið Vanilla Ice á þetta og rakað aðeins inn í augabrúnirnar.
Vala

8:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

loksins fann ég einhvern með hugrekkið sem mig hefur alltaf skort, þannig að núna er það beint út í búð og banka og breyta lífinu til hins betra! So boy ég er þokkalega með :), svo brunnum við með nýja lookið og blastum FM í GTI bílnum.

HAWK nýji töffarinn

10:10 e.h.  
Blogger Óli said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

10:17 e.h.  
Blogger Óli said...

JÁ! Góð hugmynd, en kannski verður maður þá of áberandi. Maður VERÐUR náttúrulega að fitta inn.

10:18 e.h.  
Blogger arna said...

jahá.. varstu á sýru þegar þú skrifaðir þetta eða..? ég mæli eindregið með því að lita rautt hár svart. ekkert svalara en frændi þinn með svart hár og rauðar augabrúnir. og gummi sem vann með þér í decode.. hann var svalur.

10:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú gerðir munnlegan, en engu að síður bindandi samning við samfélag freknóttra eitt sinn þegar þú sagðir "red or dead". Ég verandi semifreknóttur mun ég leiða lögsóknina, svo að þú verður að gera ráð fyrir nokkrum millum í skaðabætur til okkar, annars bara go for it!


KT

8:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ok sma sjokk thegar eg byrjadi lesturinn........... en svo ranná mig tvaer og thrjar grimur og ég for ad hlaeja ;) red or dead alveg sammala L

11:58 f.h.  
Blogger Ásta said...

Ég þurfti aðeins að leita að almanakinu til að vera viss um að það væri örugglega ekki 1.apríl þegar ég las þetta.....það gæti hugsast að þú værir bara að djóka:)
Það er nú meiri róttækin hérna á ferð! En ég get amk. ekki mælt með vaktstjórastöðunni -þrátt fyrir góð laun! Það væri að selja í sér sálina!:) I know you know!!! Hehe

1:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

R.I.P
Hvíli rauða eldingin í friði.
Snökt...hennar verður sárt sakknað.

:/ UG

10:11 e.h.  
Blogger Óli said...

Arna, Gummi var náttúrulega líka insperation.
Kiddi, ertu búinn að gleyma Danmörku og sigurför aflitunarinnar. Hvítt hár var alveg að gera góða hluti.
Laufey og Unnar, Red or dead lifir sem betur fer.
Ásta, You know i know! Nákvæmlega.

9:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home