laugardagur, febrúar 05, 2005

Ok hvað er að gerast í Kringlunni? Fór þangað í dag ásamt liðveislunni minni og þetta var eins og að labba inn í eitt stórt mennskt færiband. Maður verður bara einhvernveginn að fljóta með og vona að maður traðki ekki á e-u barni eða keyri niður gamalmenni. Allt hringsnýst, veggirnir öskra á manni í skærum litum á meðan þúsund raddir sprengja heilabúið. Ef maður hittir e-n verður maður að halda sér fast í viðkomandi og passa sérstaklega að missa ekki fókus, því þá er þetta búið spil og bæ bæ. Allavega, til að gera langa sögu stutta, þá var leiðinlegt í Kringlunni! En nú er verið að gera sig tilbúinn fyrir drykkju, sem er erfitt að gera þegar maður hefur stungið nefinu út og fundið fimbulkuldan fyrir (f)utan (hefði verið gaman að koma þarna með fjögur f í röð). En best að drekka í sig kjark og gera sig tilbúin fyrir heilt kvöld af roða í kinnum og skjálfta.

1 Comments:

Blogger arna said...

þetta kvöld var nú ekki sem verst.. ef maður er gáfaður eins og ég og fór í pels. annars er klukkan núna sjö á sunnudagsmorgni og ég var að koma heim. var að djamma með yngva.. mjög súrrealískt.. óli við verðum að fara að hittast og slúðra.. mig vantar slúður um þig kall..

7:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home