Jæja, Örninn bara lentur og planið að bleyta klaufarnar og sletta úr kverkunum á mörgum af fínum öldurhúsum bæjarins. Örn er náttúrulega orðin svo veraldarvanur að hann er alltaf fullur. Búinn að búa í Sheffield, borg stálsins og ölstofanna. Þegar ég hringdi í hann í dag kl. 11:45, þá var hann á fimmta bjór á kaffi Austó. Nei, þetta er nú algjör haugalygi, alveg eins og pósturinn hér að neðan. Sem var líka skrifaður þegar ég var á súrasta sýrutrippi sem ég hef farið á. Hættu nú alveg, lygalaupur. Það sem er ekki lygi er að One big holiday með My morning jacket fær mjaðmirnar til að sveiflast sem aldrei fyrr. Það er alveg merkilegt þegar mikið er að gera hjá mér, sem er einmitt tilfellið þessa dagana, þá fer heilinn í mauk og allt virðist gerast á hraða blettatígursins. Ég gleymdi meira að segja að fara í nærbuxum í vinnuna í dag. Eða kannski gleymdi ég að fara í buxum, eða kannski ætti ég bara að fara að sofa.
Bólafur Bloggar
Fjölskyldan, börnin, konan og allt þar fyrir utan.
Myndir
Frabaera folkid
Stubbarnir
Nauðsynjar
My Space
Click Here
Previous Posts
- Nú er maður alveg kominn með nóg. Það er bara komi...
- Ok hvað er að gerast í Kringlunni? Fór þangað í da...
- Í kvöld var eitt af fáum kvöldum sem ég hafði til ...
- Þetta er nú meiri geðveikin þessa dagana. Mér finn...
- Ég er svo mikill lúði þegar kemur að tækni. Ég sit...
- Ég hef nú sjaldan verið talin heppinn maður í spil...
- Jæja svaka fjör og stuð. Fór í gær með hnátunni á ...
- En á ný er það djamm báða dagana. Þetta er náttúru...
- Æi ég er alltaf svo gáfaður. Ég ákvað að skella mé...
- AARRRGGG ég get ekki sofnað. En er búinn að vera a...
föstudagur, febrúar 11, 2005
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home