sunnudagur, október 08, 2006

Hver er maðurinn?

Já stórt er spurt. Kannski er réttara að segja hvar er maðurinn búinn að vera?? Svarið við því er einfalt. Í djúpu kóma sem einkenndist fyrst og fremst af vinnu og andlegri ofþreytu. Öll þessi íbúðarmál hafa tekið sinn toll, en það virðist sem okkur sé loksins að takast að koma e-u systemi á hlutina hérna. Ennþá vantar okkur þó að klára baðherbergið. Í byrjun haustsins þá ætlaði ég að skella mér á fullu í skólann með vinnunni og skráði mig í 17 einingar. En þegar allt stressið hófst þá ómeðvitað (eða meðvitað, hver veit) tjékkaði ég mig frá öllum skólamálum. Ég var fyrst í kvöld að kíkja á námsvefinn og sá þá nokkra hættulega pósta frá samnemendum og kennurum að spyrjast um hvort að viðveru minni á þessari jörð væri lokið eður ei. Tölvan mín gafst upp um daginn og á svipuðum tíma keypti Vala sér nýja macbook pro. Ég hefði svo sem getað gert við tölvuna mína en ég nenni því ekki. Mig langar í nýja tölvu!!! Ég er kominn með ógeð að nota tölvu sem er full af drasli og lélegu hardware. Makkinn heillar mjög, gott að vinna á þær, mjög flottar og nýverið hægt að keyra þær upp með windows. Það er sem sagt margt að gerast í dag, kíkti aftur á skólamálin og bloggaði!
Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að fá mér nýtt blogg. Ég tók mig til um daginn og las allt bloggið mitt frá upphafi. Ég er ekki frá því að sá sem skrifar nú sé ekki sá sami og skrifaði þá. Barneignir hafa þessi þroskandi áhrif á mann býst ég við. out.

3 Comments:

Blogger Ásta said...

Bíddu bíddu, er maðurinn á lífi?:)
Takk fyrir kveðjuna, við kíkjum líka inn á síðuna ykkar stöku sinnum;)

8:42 f.h.  
Blogger Óli said...

Sömuleiðis Ásta mín, gangi ykkur rosa vel með allt saman.

1:04 f.h.  
Blogger Unknown said...

ray ban glasses
ugg outlet
ugg australia
basketball shoes
uggs outlet
mbt outlet
fitflops
nike air max pas cher
polo ralph lauren
air jordan pas cher
201612.23wengdongdong

6:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home