miðvikudagur, október 11, 2006

Allt bilað!

Nú eru skrýtnir hlutir að gerast hér á heimilinu. Það virðist sem öll raftæki sem við eigum hafi ákveðið að segja hingað og ekki lengra. Það er allt að bila. Um daginn þá dó tölvan mín, skjávarpinn er byrjaður að drepa á sér reglulega, sjónvarpsloftnetið er dottið út, ég get ekki lengur sent sms á símanum mínum, ísskápurinn er að hrynja, eldavélin gæti sprungið any day now og svo síðast en ekki síst eru þær mæðgur báðar fárveikar (þó að þær séu ekki raftæki).
Ég er sem sagt búinn að vera heima frá því í gær, með veikar mæðgur. Ég held að það sé e-ð að ganga þar sem að helmingurinn af þeim sem ég þekki eru veikir.
jæja best að fara að gefa barninu að borða og koma sér á lappir, en er ekki Money for nothing góð plata??

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ástin mín, ég þorði ekki að segja þér það en dvd spilarinn vill ekki sýna mér fleiri myndir.
M.Ö.O hann vill ekki kveikja ljós á sér...er þetta eðlilegt eða erum við cursed?

Var samt búin að heyra það að þetta gerðist oft í kring um konur á mínum aldri....er þetta rétt, er ég að verða svona dýr í rekstri??

Yours truly

11:45 e.h.  
Blogger Óli said...

1:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Á!

Vala

1:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home