mánudagur, október 16, 2006

Á lansann again


Á morgun þarf prinsipessa að fara á spítalann í aðgerð. Það á að setja í hana rör vegna eyrnabólgu og erum við hjónaleysurnar óneitanlega eilítið stressuð yfir þessu. Ég held að öllum finnist óþægilegt þegar það þarf að svæfa börnin manns og erum við engin undantekning. En við verðum að treysta því að almenn heilbrigðisþjónusta á Íslandi sé upp á 10. Sem hún er, eins og Matthildur er auðvitað lifandi dæmi um. En ég vill nú nota tækifærið og óska Hauki og Írisi til hamingju með tvíburana sem þau voru að eignast. Tveir myndarpiltar komu þá í heiminn, nánar tiltekið í Danmörku. Frábært að heyra þetta og bara innilega til hamingju.
Talandi um Danmörku þá var ég að frétta það í gær að Ösp, vinkona Völu, er hálfsystir Árna sem var yfirmaður minn á Dominos í Danmörku. Það er e-ð svo skrýtið að ég hafi kynnst þeim í sitthvoru lagi án þess að vita að þau eru systkyni. Ísland, litla Ísland.
En við vorum með smá spilakvöld hérna á laugardaginn. Sem var ágætt nema að við spiluðum lítið heldur leystist allt upp í e-ð rugl frekar fljótt. Sumir of drukknir, aðrir of þreyttir og enn aðrir of málglaðir. jæja best að halda áfram að co - horfa á so you think you can dance ( co - horfa athugið).

3 Comments:

Blogger Ásta said...

Gangi ykkur vel á lansanum! Þið ratið örugglega betur en flestir;) Barnið er algjört bjútí! Fyndið hvað hún er lík ykkur báðum..

4:38 e.h.  
Blogger Óli said...

já við ættum nú að gera það. Reyndar var ég að rugla þar sem að aðgerðin var á borgarspítalanum (gamla). En barnið er bjútí það er ekki hægt að segja annað ; )

11:00 e.h.  
Blogger Unknown said...

ray ban glasses
ugg outlet
ugg australia
basketball shoes
uggs outlet
mbt outlet
fitflops
nike air max pas cher
polo ralph lauren
air jordan pas cher
201612.23wengdongdong

6:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home