föstudagur, október 13, 2006

Allt er a tja og tundri

...Nú er mikið tiltektarátak búið að vera á heimilinu í öllum veikindunum. Ég var heima með barnið í dag en þurfti nauðsynlega að drífa hana með mér í vinnuna fyrir hádegi til að klára launin fyrir starfsfólkið. Það er nú skemmtilegra að fólk fái launin sín þó að þau séu nú ekki há. Það er eiginlega hálf magnað hvað mér tókst að koma miklu í verk með hana undir arminum. Þetta virkaði þannig að ég fór með hana í dúkkukrókinn í Draumalandi og labbaði svo aftur að skrifborðinu og vann í nokkrar mínútur eða þangað til að hún var búin að skríða frá dúkkukróknum og að skrifborðinu. Það er reyndar bara þrjú skrefm en þegar maður er með svona stutta útlimi þá tekur það nokkrar mínútur. Þegar kom að borðinu og bankaði og öskraði að ég ætti nú að sýna henni athygli þá tók það sama við aftur og aftur og aftur þangað til að ég var búinn að reikna út alla yfirvinnutímana og Matta var búin að skríða 400 sinnum sömu leiðina. Mjög skemmtilegt.
En eftir hádegi þá vorum við Matta í þvílíkum tiltektarham að móðirin var neydd til að taka þátt þegar hún kom inn um hurðina hálfslöpp greyið eftir erfiðan dag og veikindi síðustu daga. Við endurskipulögðum alla íbúðina og ég tók meira segja til í tölvunni. Ég varð að færa tölvuna yfir í nýjan kassa sem ég hef aldrei áður gert einn og óstuddur by the way. Það tókst ágætlega að ég trúði mjög heitt, nema hvað að þegar að ég kveikti á henni þá komu smá upplýsingar um skjákortið en svo stóð bara Boot Failure: System halt. Bara blank screen???? Veit einhver þarna úti hvað þetta þýðir og ef svo er, gæti sá hinn sami hringt í mig eða heimsótt mig og hjálpað mér. Það þætti mér mjög gaman.
En ég læt þetta duga í bili, lifið heil á öldum ljósvakans.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það lifir!!!!!

Ólafur! Þú bloggar ekki í 6 mánuði og segist svo bara hafa verið svo upptekinn og þreyttur!?

Ég sem var farinn að brenna súr reykelsi og skyggnast inn í andaheiminn eftir fregnum af þér.

Ég fagna endurkomu þinni á veraldarvefinn og hlakka til að lesa sérlega náttúrulegt og fagmannlegt pár þitt hér á síðunni.

Einnig get ég hugsanlega orðið þér innan handar með eitthvað af þessum raftækjum, en þess má geta ekkert væri farið að bila hjá þér í dag hefðir þú rætt við mig í upphafi ;)

KT

9:23 e.h.  
Blogger Óli said...

Þakka þér fyrir þessi hlýju orð í minn garð. Upptekinn og þreyttur í 6 mánuði. já það er kannski svolítið léleg afsökun.

En ég skal muna þetta með að ræða við þig í tíma næst, tölumst fyrir næstu helgi.

10:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home