miðvikudagur, október 18, 2006

Rör komin i eyrun

Við fórum upp á spítala með barnið í gærmorgun og vissum ekki alveg hvað beið okkar. Strunsuðum upp á 4, hæð grútmygluð og hálfrænulaus. Þegar þangað kom tók á móti okkur svona líka helv hress læknir sem róaði taugarnar mikið. Ég var búinn að sjá fyrir mér að aðgerðin tæki nokkra klukkutíma og svo yrði matta að vakna fram að kvöldmat. En svo var nú aldeilis ekki. Hún fór í aðgerðina kl. 9:00 og hún tók u.þ.b. 25 mín. Þegar við tókum svo við henni þá vaknaði hún strax nokkuð brött og sofnaði ekkert fyrr en hún kom heim. Hún er búin að vera mjög hress síðan þá og virðist allt hafa tekist vel.
Á morgun ætti svo fyrsti heili vinnudagurinn í langan tíma að renna upp, þar sem að ég hef verið meira eða minna frá vinnu alla síðustu viku. Best að fara að hlaða batteríin.
Talandi um það þá fékk ég heldur betur vonda uppvöknun í gær. Ég var að skoða myndasíðurnar mínar og datt inn á partýmyndir frá því í fyrra. Guð minn góður hvað ég þarf að taka mig á. Við erum að tala um fyrir 15 kílóum síðan. Mér finnst eins og ég hafi elst um 15 ár! á þessum myndum. Hingað og ekki lengra. Nú verður gert e-ð róttækt. Segir hin nýji og betrumbætti Óli. Á leiðinni á vatns- og hafrakúrinn sem var svo vinsæll í Síberíu í ww2.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home