föstudagur, október 13, 2006

gott TV


Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Litla barnið hér að ofan ætlar ekkert að losna við magakveisuna sína. Hef verið heima með hana í allann dag. Partur af skipulagsbreytingunum á íbúðinni í gær var að setja rúmið hennar inn í sitt herbergi. Við ætluðum svo að láta hana sofa sína fyrstu nótt í sínu herbergi í gær. Það gekk allt mjög vel þangað til að móðirin sótti hana kl. 23:45. "Æi hún er veik og henni líður ekki vel". Allavega gott að við byrjuðum af hörku. En um miðja nótt vöknuðum við þegar magakveisan struck again with a vengance. Allir í bað og skipta á rúminu kl. 5:00. Mjög hressandi leið til að vakna.
Nú er mikið af góðum sjónvarpsþáttum í gangi og vil ég hvetja fólk til að tjékka á Balls of steel og Rescue me, tveir fantagóðir þættir. Einnig gæti Tekinn verið ágætt. Hafið það gott í kvöld.

2 Comments:

Blogger Ásta said...

Rescue me -góður þáttur!:-D

4:36 e.h.  
Blogger Óli said...

Mjög svo!

10:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home