hvaladrap og Gegndrepa
Hversu hallærislegur er Gegndrepa? Hver var það sem ákveður peningastreymi í íslenskt sjónvarpsefni á skjá einum. Landsins snjallasti, íslenski bachelorinn og nú þetta. Ótrúlega smart fólk í þessum leik sem eru sum tilbúin að fela sig í ruslageymslu í 5 klukkutíma til að gera "árás" á fórnarlambið.
Nú hafa hvalveiðar mikið verið ræddar á mínum vinnustað. Ég er ekki frá því að afstaða mín hafi breyst eilítið eftir að mér var tjáð að hvalastofninn við Island er í nokkuð góðum málum. Fréttaflutningur af þessu máli finnst mér hafa verið svolítið sérstakur þar sem að þetta hefur lítið komið fram. Einnig vissi ég ekki að bandaríkjamenn, japanir, grænlendingar og fleiri þjóðir stunda hvalveiðar og hafa stundað síðustu ár. Mér fannst alltaf helstu rökin vera sú að hvalir væru í útrýmingarhættu. En það fer víst eftir hvar í heiminum er verið að tala um. Þeir eru víst í hættu við suðurskautið en ekki hér. Er þá ekki hálfpointless að vera að mótmæla þessum veiðum og sérstaklega fyrir breta eða aðra evrópubúa að fordæma okkur. Er þá ekki alveg eins hægt að fordæma nautgripadráp eða kjúklingadráp. Spurning hvort að ekki sé hægt að stunda þessar veiðar þannig að vel sé fylgst með stofninum og gera þetta eingöngu ef það borgar sig. Það voru víst japanir hér á landi til að meta kjötið á þeim skepnum sem veiddar hafa verið. Þannig að það virðist þó vera e-r markaður fyrir hvalkjötið.
3 Comments:
Það hlýtur alla veganna að vera einhver markaður fyrir þessu kjöti, annars væru þeir varla að standa í þessu? Nema að þetta sé bara þjóðarrembingurinn enn og aftur?:)
Ég er sammála þér að þetta er merkileg umræða. Þannig að ég fór í smá gagnaleit og á wikipedia er fullt um þessar tvær tegundir. Hrefnan er núna talin vera um 180.000 dýr í N-atlandshafi og þeir ætla að veiða 40stk. Langreyðurinn er hins vegar ekki nema um 40.000 en það á að veiða 9stk á meðan Grænlendingar taka 19stk og Norðmenn rúmlega 500stk. Það er talið að fleiri langreyðar drepist vegna árekstra við stór skip hvert ár. Þannig að ég er ekki að sjá fyrir mér að það sé verið að útrýma dýrunum. Óháð umhverfissjónarmiðum þá er ég ekki að sjá fyrir mér hvað er verið að græða á þessum veiðum og persónulega tel ég Ísland vera að tapa á því eingöngu útfrá vondu PR hjá fólki sem veit ekki skít um þessi mál.
Haukurinn
Ásta. Þessi Kristján Loftson á víst nóg af peningum þannig að það gæti verið rembingurinn.
Haukur.
Mjög sammála þér hvað þessi PR mál varða, Skynsemi fær ekki alltaf að ráða þegar að svona múgæsingur er annars vegar ; ) Hvernig gengur með drengina? Ef þú verður pirraður á spítalavistinni þá veistu hvert þú getur leitað.
Skrifa ummæli
<< Home