Að horfa a sjonvarpið
Já það var lítið annað gert um helgina en að horfa á sjónvarpið. Við fórum reyndar í gær með Gústa og Katrínu í Húsdýragarðinn. Eftir það löbbuðum við um bæinn á leiðinni heim og hittum alla Airwaves ferðamennina sem voru u.þ.b. 99% af öllum þeim sem voru í bænum. Ég er búinn að horfa á nokkrar snilldarræmur um helgina og þar ber hæst The Departed sem var frábær. X-men 3 var fín eins og hinar tvær fyrri myndirnar. Í gær gerðum við heiðarlega tilraun til að horfa á The da vinci code, en gáfumst fljótt upp. Frekar slöpp verð ég að segja. Svo eru það allir þættirnir eins og Heroes og Lost, sem fer mjög vel af stað.
Í morgun tók ég daginn snemma og skellti mér í sund í vesturbæjarlaugina. Ein helsta ástæðan fyrir því að ég fer í sund er að fara í gufuna. En gufan í þessari laug er eins og setustofa helvítis.
Nú er það orðið official. Ég sagði mig hreinlega úr öllum fögum á þessari önn í skólanum. Ég var ekkert að sinna þessu og var um ekkert annað að velja. Leiðinlegt en ætti aðeins að fresta útskrift um eitt ár. Ég bið ykkur vel að lifa.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home