þriðjudagur, október 24, 2006

Endalok nu!

Ég lá upp í rúmi í gær og las hina stórgóðu bók Best movies of the 70´s. Þar er farið stuttlega yfir hverja stórmyndina á fætur annarri frá þessum áratug og fjallað aukalega um eina persónu sem tengdist myndinni, t.d. leikstjóra eða aðalleikara. Sérstaklega var gaman að lesa um Apocalypse now þar sem sagt er frá því hversu hryllilega Coppola gekk að koma henni á koppinn. Harvey keitel átti að leika aðalhlutverkið í fyrstu en var skipt út fyrir hinn lítt þekkta Martin Sheen sem hálfpartinn missti vitið á tökustað og fékk meðal annars hjartaáfall. Flestir hermunir sem þeir notuðu voru í láni frá einræðisherra Filipseyja þar sem myndin var tekin upp. Landið stóð í borgarastríði og þurfti Marcos að fá þyrlurnar sínar reglulega tilbaka með stuttum fyrirvara til að taka þátt í bardögum. En alveg ótrúlegt fannst mér þó að lesa að samkvæmt þeirra mati þá bætti Redux útgáfan sem kom út um árið, engu við upprunalegu myndina! Að mínu mati þá gerði hún það svo um munar. Ég sá upprunalegu myndina og skildi alls ekki hvað allir voru að tala um. Mér fannst eiginlega ekkert varið í hana. En svo sá ég Redux og snilldin lá í augum uppi. Frábær mynd.
Gaman var að lesa um leikstjórann Micheal Cimino, sem voru allir vegir færir eftir að hafa leikstýrt hinni frábæru Deer Hunter. Besta mynd allra tíma að mínu mati! Hann kom þá með dramatískan vestra sem heitir Heaven´s Gate. Sú mynd er almennt talin vera algjört flopp eða Megaflopp, þar sem að hún kostaði offjár og setti heilt kvikmyndaver á hausinn. Einnig er talið að listrænt frelsi leikstjóra hafi minnkað til muna eftir þá mynd. Oftast er talað um þessa mynd í sama flokki og Waterworld, Eyes wide shut og The adventures of Pluto nash (sú er víst mesta flopp allra tíma!).
En hvað er málið með þessar hvalveiðar? Er þetta ekki e-r tímaskekkja og í raun skref í ranga átt. Ég skil ekki af hverju þetta var ákveðið eftir allan þennan tíma. Einn maður sem græðir sem fyrir á nóg af peningum og afleiðingar á heimsvísu gætu verið miklar. Whats up?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home