mánudagur, nóvember 28, 2005

Virgin fuckers


Tjékkið á þessari snilldargátu frá Virgin. Á þessari mynd eiga að vera 72 hljómsveitir. Við Valrass vorum með hausana í bleyti í alla nótt og náðum 60 að ég held. En ég var kitlaður og ætla hér með að gera það sem ég á að gera:

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

Ýta ristavélinni ofan í
Klára e-ð nám
Spila á trommur í hljómsveitinni Ó.B. und Kindern, sem er eingöngu skipuð börnunum mínum
Fara til Ameríku
Fara á tónleika með einni af eftirfarandi hljómsveitum: U2, The Rolling Stones, Radiohead eða Huey lewis and the news.
Fara í fallhlífar- eða teygjustökk
Halda á hænu eða snák

Sjö hlutir sem ég get gert:

Horft á sjónvarpið, talað við aðra manneskju og passað Matthildi, allt í einu
Spilað á gítar
Sprautað bunu út um munninn með því að fletta upp á tunguna
Unnið með börnum
Eytt óheyrilegum fjárhæðum á engum tíma með litlu plastkorti
Lifað á mjög takmörkuðu fjármagni ef þess þarf
Þyngst og grennst talsvert hratt

Sjö hlutir sem ég get alls ekki gert:

Farið að sofa á eðlilegum tíma
Smurt á mig olíu nývaknaður
Sungið í réttri tóntegund (þannig að ég og Björn í Idol eigum e-ð sameiginlegt)
Sest niður og lært í marga tíma
Hætt að hlusta á tónlist eða spila á gítar
Hlustað á fólk sem er falskt og snobbað
Hætt að elska Matthildi

Sjö frægar sem heilla

Monica Bellucci
Kate Winslet
Elisabeth Shue
Beverly D´angelo
Pamela Anderson
Kim Basinger/ Diane Lane (tough choice)
Söngkonan sem var í Lucy Pearl

Sjö hlutir sem heilla mig við aðra manneskju

Falleg og góðleg augu
Húmor í dekkra lagi
Afsplappaður og fordómalaus karakter
Sjálfstæði og hæfilegt magn af sjálfstrausti
Stór brjóst
Hreinskilni
Efnasamskiptin á milli séu í hámarki

Sjö setningar/orð sem ég nota mikið

Glætan
Ertu að grínast
Einmitt
Púðraðu bara yfir glóðuraugað
Rosalega er ég með stórt höfuð
Ég var að horfa á....
Plís strákar má ég koma með, ekki lemja mig, hey come on við erum vinir.

Sjö hlutir sem ég sé:

Extra tyggjó pakki, hálfkláraður
Súð
Playskool spiladós
Blað með 60 hljómsveitarnöfnum
Tuborg bjórdósir tómar
Tveir diskar
Kexmylsna

Það er bara svona.

Itte you know what.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Afmælisbarn 2 og Hr. Hús

Hún Matthildur Agla á aftur afmæli í dag. Núna er það reyndar fæðingarafmælið hennar. Hún átti nefnilega að fæðast í dag (sem sagt 23. nóvember).
Vorum að klára 1. seríuna af House M.D. Nokkuð magnað stuff og Gregory House sennilega með skemmtilegri karakterum í sjónvarpi síðan J.R. var og hét. Ég er búinn að horfa á svo marga í röð að ég er farinn að taka eftir ákveðnu mynstri í þáttunum. Það er eftirfarandi. Manneskja kemur á spítalann með áverka eða einkenni sem virðist í fyrstu auðleysanlegt. Hr. Hús heyrir af málinu fyrir tilviljun eða því er troðið á hann. Hús er tregur í fyrstu en heyrir síðan e-a ómerkilega staðreynd (að við höldum...ha ha ha) sem kveikir áhuga hans og hann einn veit að e-ð alvarlegt er á seyði. Hann tekur málið að sér og í fyrstu ná hann og elítu læknateymið hans engum árangri. Meira að segja fer sjúklingnum sífellt hrakandi. Jafnvel prófa þau meðferð sem skýtur sjúklingnum í enn verra ástand. Á þessum tímapunkti fara einn eða fleiri meðlimir í elítunni í vettvangsrannsókn sem felur í sér innbrot eða í það minnsta að álpast inn í dimm húsasund í mjög hættulegu hverfi. Ekkert kemur út úr því fyrr en e-r segir út í loftið " ó og by the way sjúklingurinn gleymdi að sturta niður og þvo sér um hendurnar einu sinni þegar hann var 10 ára!" og frá þessum upplýsingum kveiknar á andliti hins mjög svo geðlynda Hr. House og hann leysir gátuna. Eða þá að Húsið tekur eftir því að önnur stóra tá sjúklingsins er heldur skökk og dregur þá ályktun að viðkomandi hafi rekið tánna í hlöðugólfið í sveitinni og dottið með andlitið í leðurblökuskít og síðan þá hefur þessi eða hina, ótrúlega sjaldgæfa baktería, verið kraumandi í honum. En að sjálfsögðu trúir honum enginn og þar af leiðandi þarf Hús að sannfæra elítuna um að gefa sjúklingnum mótefni, sem að sjálfsögðu annaðhvort læknar hann eða drepur. Stundum þarf hann meira að segja að hrella líftóruna úr sjúklingnum til að sannfæra hann um sannleikann. Að sjálfsögðu hefur Húsið alltaf rétt fyrir sér og flestir lifa happily ever after. Og af hverju byrjar hann bara ekki með Cameron. Come on þarna tilfinninga þroskahefti maður. Vá kannski er ég búinn að horfa aðeins of mikið á sjónvarpið. En frábærir þættir og 2. sería er alveg að koma í hús (eða fyrstu þættirnir).

Itte Rasshai

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Half of what i say is meaningless...

I cried myself to sleep last night
And the ghost of Carl, he approached my window
I was hypnotized, I was asked
To improvise
On the attitude, the regret
Of a thousand centuries of death

Even with the heart of terror and the superstitious wearer
I am riding all alone
I am writing all alone

Úr laginu Come on! Feel the Illinoise!: The worlds Columbian Exposition/ Carl Sandburg visits me in a dream. Af plötunni Come on! Feel the Illinoise! sem hún Tinna gaf Völu og Vala kynnti mig fyrir.
Sólarhringurinn minn er officially orðinn crazy. Við þurftum að vakna til að fara með Matthildi til augnlæknis kl. 10. Það var mjög erfitt þar sem að kl 7 í morgun sat ég með hana og gaf henni að drekka alveg ósofinn. Verð að fara að snúa þessu við hið fyrsta. Ég er bara að lesa svo spennandi bók um hann Johnny lennox eftir fyrrverandi konu hans, hana Miss Xanadu Lennon. Það er ansi magnað að lesa um breytta tíma og allt sem Jón lenti í á sínum yngri árum. Ég skal vera stuttorður. Mamma hans átti hann með sjómanni sem var aldrei heima. Hún varð þreytt á einverunni og fann sér nýjan mann sem var ósmeykur að experimenta í svefnherberginu. Þau fluttu saman, reynar bara í eitt herbergi. Nú, svo kom pabbinn í land og var ekki parhrifinn. Hann tók Jón ófrjálsri hendi og ætlaði með hann til Ástralíu. Mamma hans rétt náði að stoppa þá á höfninni þegar þeir voru að stíga upp í skipið og Jón þurfti að velja á milli mömmu og pabba, fyrir framan þau bæði. Sem betur fer fyrir tónlistarsöguna þá valdi hann mömmu og hann sá pabba sinn aldrei aftur. Jón var 5 ára þarna by the way. Systir mömmu hans, hún Mímí mús, varð smeyk um drenginn í þessum aðstæðum og hringdi á lögguna, sem svo tók drenginn af mömmu sinni og kom honum í umsjá músarinar. Hún átti mann sem gekk honum í föðurstað, en hann dó þegar Jón var 14 ára beint fyrir framan hann. Mamma hans og nýji maðurinn eignuðust tvær stelpur og fóru að lifa eðlilegu fjölskyldulífi. En Jón var ekkert boðið með. Hann þurfti samt sem áður að hanga í músarholunni og heimsótti mömmu sína endrum og eins, þó að hún byggi í sama hverfi. Hann tengdist mömmu sinni alltaf meira og meira þangað til að drukkinn lögga keyrði hana niður og drap hana. Þarna var hetjan okkar 15 ára. Nú, maður mömmu hans missti þar af leiðandi sína heittelskuðu en til að bæta gráu ofaní svart, þá voru stelpurnar teknar af honum og þeim komið fyrir hjá annarri systur mömmu Jóns. Einstæðir feður voru ekki til á þessum árum sjáiði til. En hann dó svo líka í bílslysi nokkrum árum síðar. Sem sagt frá 15 ára aldri var Jón fastur hjá fúllyndri frænku sinni, búin að missa pabba sinn og mömmu, frænda sinn sem gekk honum í föðurstað og svo mann mömmu sinnar nokkru síðar. Eins og allir vita þá missti hann svo besta vin sinn hann Stuart Suitcliff þegar að Bjöllurnar voru alveg að meika það. Svo náttúrulega var hann sjálfur drepinn á besta aldri. Enginn furða að hann samdi svona fallegar ballöður. Verður maður ekki að vera tilfinningalega sturlaður til að vera góður músíkant. Þetta er jólabókin í ár, believe you me.
Itte Rasshai.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Magga Róboti


Fór á White Stripes í gær. Mjög góðir tónleikar, kannski fyrir utan sándið á tímum. Jack White er nýja hetjan mín. Hann hljóp fram og tilbaka á tónleikunum og söng í alla míkarfóna, spilaði á 5 mismunandi gítara og tók nokkrum sinnum í píanóið. Meg white (sem ég er ekki viss um hvort að sé systir hans eða fyrrverandi konan hans, hann sagði systir en þetta er allavega mynd af henni hér að ofan) sat við trommurnar eins og róbóti og lamdi taktinn, sem var oftast frekar einfaldur en góður þó. Það var alveg magnaður kraftur í þeim miðað við að þarna eru aðeins tvær manneskjur á sviðinu allan tímann. Upphitunarhljómsveitin var Jakóbínarína, sem vann músíktilraunir að ég held. Þeir voru frekar merkilegir. Allir í sveitinni voru nokkuð hressir og dönsuðu fugladansinn á sviðinu. Söngvarinn dró þá niður en hann hlómar alveg eins og gaurinn í Joy Division.
Það kom fólk að skoða íbúðina mína áðan sem væri ekki frásögum færandi, nema að þarna var fólk frá Asíu sem ætla sér að búa 6 saman í íbúðinni. Mér fannst það frekar magnað. Ekki það að mér sé ekki sama, þau mega búa þarna 15 bara á meðan þau kaupa hana af mér. En í millitíðinni er ég búinn að leigja honum Brandi íbúðina. Hann verður í henni yfir jólin og e-ð frameftir nýja árinu. Já og by the way þá er ég kominn með nýtt heimasímanúmer (sem sagt á Reynimel) það er 517-9614. Glöggir sjá að þetta er barasta nánast eins og gemsinn minn. Tölvan mín fór næstum í klessu um helgin, ég náði mér í einhvern ansans vírus. En ég náði að klóra mér út úr því og náði mér í leiðinni í opera vafrann, sem er bara svona helvíti fínn. Mæli með honum.

Itte Rasshai

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Fallega barnið á afmæli í dag



Ég var næstum því búinn að gleyma því að fallegasta barnið á afmæli í dag og er 3 mánaða. Til hamingju elsku elsku elsku geitin mín, frá pabba.

Letiblóðabloggari

Ég heyrði barnið mitt gráta í fyrsta sinn áðan. Ekki að það sé e-ð gleðiefni en ég hafði bara aldrei heyrt það áður og fannst það þess vegna rosalega áhugavert. Djöfull er maður sjúkur. Hún varð smá pirruð þegar að pabbinn var að gefa asmalyfið og var ekki alveg nógu og blíður í tökum. Ég sit hér með Matthildi og við eigum notalegt laugardagskvöld saman. Ég að borða kjúkling og bjór á meðan hún er á gullsammaranum. Ákkurat núna er hún alveg glaðvakandi, ég held að það sé ekki ólíklegt að þessi dama sé b-manneskja í sér, svona eins og foreldrarnir. Venjan er sú að hún sefur allan daginn og glaðvaknar svo um miðnætti. Það er frekar erfitt að fara að sofa þegar daman starir á mann og heimtar athygli. Hún virðist vera með nokkuð þéttann tónlistarsmekk þar sem að hún er sallaróleg hjá mér að hlusta á Dylan. En ef áhugasamir vilja kíkja á tónlistarsmekk pabbans þá er er hægt að smella á hlekkinn "Top of the olapops" hér til hliðar. Þökk sé skemmtisíðunni www.last.fm. Það er svo sem lítið að frétta, maður er bara í vernduðu kúlunni sinni sem er feðraorlofið. Veit stundum varla hvaða dagur er og er ekkert mikið að hafa fyrir því að komast að því. Alveg fínt bara að njóta þess að knúsa blessað barnið. Þetta er samt ekki alveg gleðikvöld, þar sem ég var fyrst núna að frétta það að Roy Keane sé hættur. (Eitt tár lekur niður kinn)

Itte Rasshai

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Smarteinn

Vá hvað maður er orðinn fullorðinn allt í einu. Í gær, laugardagskvöld, fórum við fjölskyldan í bíltúr og heimsóknir! Síðan heim að sofa, vöknuðum svo í morgun og þrifum íbúðina hlustandi á Elton John. Magnað! Fórum með litluna í heimsókn til Mörtu frænku(eða systir), sem er sjálf komin á steypirinn og vel það. Fórum síðan í Mosó, sem er by the way mjög aðlaðandi bær að búa í, og heimsóttum vinafólk Völu. Gaman að fara með prinsessuna í heimsóknir í fyrsta sinn. En þetta er nú meira málið með hann Gísla Martein. Hann ætlar ekki að ná sér á flug sem stjórnmálamaður. En hvað stendur eftir, Vilhjálmur, Steinunn Valdís og kannski Stefán Jón. Nei, takk þá skila ég frekar inn auðu. Leiðinlegt fyrir Smarteininn, því ég veit af eigin reynslu að hann er fínn gaur. Hefði sennilega orðið fínn stjóri. Ah well.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Ameríka, Matthildur og ofmetin tónlist

Skemmtilegt ég var að skrifa lengstu færslu sem ég hef nokkurtímann skrifað en síðan slökknaði á tölvunni og allt datt út. Þá varð ég svo leiður að ég missti allar hömlur og hleypti Völu nálægt mér með hárskera. Lets just say things got a little bit crazy. Núna er ég sem sagt krúnurakaður og er það enn einn hluturinn sem minnir mig á aldurinn. Ég hefði kannski ekki gert þetta ef ég hefði vitað að hárið á mér er farið að þynnast svona allsvakalega að ofan. Af hverju sagði enginn neitt? Nú lít ég út eins og gamall karl. En hvað um það ég ætla að reyna að klára þessa færslu frá því í gær.
Ég var að horfa á magnaða mynd sem heitir Paradise lost. Þetta er heimildarmynd sem fjallar um morðið á þremur ungum drengjum í Arkansas. Það sem var svo merkilegt við þessa mynd var ekki allt umstangið í kringum morðin heldur hvernig hún sýnir manni inn í amerískt samfélag. Allt fólkið í myndinni er pjúra redneks, sannkristið og með ríka þjóðerniskennd. Sem sagt hálftannlausir og stiga ekki beint í vitið. Miðað við hvernig þetta fólk er, þá skilur maður alveg hversu auðvelt hefur verið að heilaþvo þjóðina með þessu axes of evil kjaftæði og stríðin í Írak og Afganistan. Allir í myndinni voru svo hræddir við allt sem var öðruvísi. Hinir meintu morðingjar í myndinni voru nokkrir unglingspiltar sem að hlustuðu á Metallica og gengu í svörtu. Þar af leiðandi voru þeir djöfladýrkendur! Alltaf verið að reyna að finna vonda gaurinn. Ætli meðalmennskan sé það sterk í Bandaríkjunum að allir sem er öðruvísi séu álitnir hornauga? Kannski þess vegna sem að fáir þorðu að standa á móti stríðunum í byrjun. Hvaðan ætli þessi barnalega einföldun á góðu og illu komi í Bandaríkjunum? Ætli Bush og félagar hafi horft of oft á Star Wars og hafi bara notað rules of the galaxy sem áróðursvél? Þetta er svo furðulegt samfélag að ég verð pirraður á því að skrifa um þetta. Þeim er svo eðlislægt að benda fingrinum í allar áttir en taka enga ábyrgð á einu né neinu sjálfir. Eitt sinn heyrði ég einhvern segja " Það eru ekki allir múslimar hryðjuverkamenn, en allir hryðjuverkamenn eru múslimar". Mér fannst svo skondið að heyra þetta frá bandaríkjamanni, að mig minnir. Því að þetta fer nú bara allt eftir því hvernig maður skilgreinir hryðjuverkamann.
Hryðjuverkamaður - t.d. sá sem herjar á saklausa borgara, svo sem konur og börn.
Er það ekki nákvæmlega það sem er að gerast í Írak og Afganistan. Hversu margir saklausir borgarar ætli hafi dáið í þessum tveimur stríðum. Alveg örugglega margfalt fleiri en dóu 9/11. En við megum ekki gleyma því að þeir gera þetta allt í nafni lýðræðis og frelsis. Já auðvitað, þá er allt í lagi að murka lífið úr konum og börnum, fangelsa fólk án dóms og laga, ráðskast með stjórnvöld út um allan heim og flytja fanga milli landa til þess að geta pyntað þá. Og hver veit hvað í andskotanum er að gerast þarna í Guantanamo. Ef það er ekki brot á mannréttindum þá veit ég ekki hvað mannréttindi eru lengur. En eins og sagan hefur sýnt þá þurfa öll heimsveldi að borga fyrir sig á endanum, við skulum bara vona að það verði fyrr en síðar.
En yfir í mun skemmtilegri hluti. Nú eru komnar inn nýjar myndir af Matthildi á heimasíðunni hennar www.magla.barnaland.is . Hún er núna búin að vera heima í 5 daga og gengur bara mjög vel. Ég heyrði svo magnað viðtal um daginn í útvarpinu. Þar var maður sem hafði nýverið eignast barn að tala um reynsluna sem fylgir því. Hann talaði sérstaklega um það hvernig honum fannst sitt barn vera fallegasta barn í heimi. Hann hafði oft heyrt aðra foreldra segja það sama en horfði þá sjálfur á þeirra börn og hugsaði "ehhh". En núna veit hann, og ég líka, hvernig þessi tilfinning er. Mér finnst Matthildur vera langfallegasta barn í heimi. Stundum þegar ég er að horfa á hana þá langar mig óstjórnlega að bíta í nefið á henni! Er það furðulegt? En án efa versta tilfinning sem ég hef upplifað var þegar að hún fékk ónæmissprautu gegn algengum lungnasjúkdómi. Hún fékk sprautu beint í lærvöðvann og ég þurfti að halda henni. Það kom svona 5 sekunda silent óp, áður en hún öskraði af sársauka. En þetta þarf víst að gera einu sinni í mánuði í nokkra mánuði. Mamman fær að halda næst.
Að lokum hef ég verið að hugsa svo mikið um þessa umræðu varðandi ofmetna tónlist. Um daginn var gerður einhver topp 10 listi yfir ofmetnustu plötur allra tíma. Þar var, að mig minnir, Nevermind í efsta sæti, sem kemur kannski ekki á óvart. Ég held að maður geti alveg eins sagt að öll vinsæl tónlist sé ofmetin, þá sér í lagi ef að Nevermind á að vera ofmetin. Ég hef heyrt marga segja að Foo Fighters sé í raun betri hljómsveit en Nirvana. Ok, allir hafa rétt á sínum skoðunum, sama hversu fáránlegar þær eru. En aðalpointið mitt er þetta og það sem geymdist alveg í þessari umræðu. Allar þessar plötur á þessum lista voru brautryðjendur á sínum tíma. Þess vegna eru þær í svona miklum metum. Það er ekki hægt að bera saman tónlist frá mismunandi tíma án þess að vita hvernig tíðarandinn var hverju sinni. Pet sounds með Beach boys, Sgt. Peppers með Bítlunum og Stone Roses - Stone Roses voru allar á þessum lista og voru líka allar tímamótaplötur. Þetta eru plötur sem breyttu því sem átti eftir að koma. Ef við snúum okkur aftur að Nevermind, þá voru White snake og Poison á toppnum áður en hún kom út. Þannig að er ekki við hæfi að þakka fyrir þessar frábæru plötur.
Takk fyrir mig.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Fæðingarorlof og fjör

Játsa það er sko gaman að vera til í dag. Afslappelsi og andvökunætur. Loksins loksins er prinsepessa komin heim. Og plús það er netið loksins komið inn. Tvöfalt hallelúja. Með netinu kemur kvíðinn...nei reyndar er það ný tónlist, kvikmyndir, tölvuleikir og þættir. Er búinn að ná í tvær nýjar plötur með Hr. Adams, Ryan, það á aðeins eftir að koma í ljós hvernig þær leggjast í mann. Síðan er allir að missa sig í Lost þessa dagana, við Valgerður tókum okkur til og sátum yfir fyrstu 5 þáttunum í 2. seríu og erum samt engu nær hvað í andsk.. er að gerast. Hvað er með þessar tölur og who are those people. Allt saman mjög undarlegt. Ég er farinn að hallast á það að neðanjarðarbirgið sé sálfræðitilraun sem gekk way to far. En vonandi kemur þetta allt saman í ljós. Þessir þættir eru þannig að maður getur eiginlega ekki dæmt þá fyrr en maður fær svör. Þátturinn stendur og fellur með því hvað liggur þarna að baki. Næsti þáttur kemur ekki fyrr en 9. nóv : ( Síðan er öll fyrsta serían af 24 og House að detta í hús. Alls kyns bíómyndir sem eiga að vera frábærar en koma kannski ekki á video, eins og Born into Brothels og Paradise lost.
Matthildur er ánægð að vera komin heim og við svo sannarlega ánægð að hafa fengið hana. Ég geri mikið af Nussíí þegar ég er nálægt(samanbitin tunga og gretta, sumir þekkja þetta) og get ekki hætt að stara á þetta undur.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Ha...á ég þetta barn?


Já það er víst. Og núna er sú stutta komin heim. Það ferli sem hófst þann 12. ágúst, lauk í dag. Þegar við gengum, stoltir foreldrar, með litla barnið okkar út af Barnaspítala Hringsins. Gistum síðustu nótt upp á spítala, svona aðeins til að venjast...eins og sést á myndinni fyrir ofan þá gekk það ekki snuðrulaust fyrir sig. Lítið sofið og meira hrokkið upp sveittur og ráfandi við hvert hljóð starandi ofan í vögguna andadráttur hjartsláttur pjúfff allt í góðu aftur að sofa dreyma vakna aftur upp og svo framvegis. Það voru blendnar tilfinningar þegar við gengum með dömuna út af deildinni. Þó að það sé alveg frábært að vera komin heim með hana, þá er bara búið að vera svo frábært að hafa þessa leiðsögn sem við fáum frá öllu frábæra starfsfólkinu á vöku. Maður er þeim bara ævinlega þakklátur fyrir allt sem þau eru búin að gera fyrir okkur. En nú er sú stutta sofandi í nýumbúna rúminu sínu sem er algjört prinsessuhreiður. Og ég held að maður ætti að fara að gera slíkt hið sama og fara upp í rúm. Það er búið að vera stíft prógram upp á síðkastið. Ég ætla að fara og knúsa dóttur mína góða nótt.

Góða nótt.