miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Ha...á ég þetta barn?


Já það er víst. Og núna er sú stutta komin heim. Það ferli sem hófst þann 12. ágúst, lauk í dag. Þegar við gengum, stoltir foreldrar, með litla barnið okkar út af Barnaspítala Hringsins. Gistum síðustu nótt upp á spítala, svona aðeins til að venjast...eins og sést á myndinni fyrir ofan þá gekk það ekki snuðrulaust fyrir sig. Lítið sofið og meira hrokkið upp sveittur og ráfandi við hvert hljóð starandi ofan í vögguna andadráttur hjartsláttur pjúfff allt í góðu aftur að sofa dreyma vakna aftur upp og svo framvegis. Það voru blendnar tilfinningar þegar við gengum með dömuna út af deildinni. Þó að það sé alveg frábært að vera komin heim með hana, þá er bara búið að vera svo frábært að hafa þessa leiðsögn sem við fáum frá öllu frábæra starfsfólkinu á vöku. Maður er þeim bara ævinlega þakklátur fyrir allt sem þau eru búin að gera fyrir okkur. En nú er sú stutta sofandi í nýumbúna rúminu sínu sem er algjört prinsessuhreiður. Og ég held að maður ætti að fara að gera slíkt hið sama og fara upp í rúm. Það er búið að vera stíft prógram upp á síðkastið. Ég ætla að fara og knúsa dóttur mína góða nótt.

Góða nótt.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju karlinn, tekur þig bara vel út á myndinni.
Þú getur hér með kvatt væran svefn þangað til sú litla verður fullvaxta og flytur að heiman. :)
Kveðja í kotið.
Unnar

6:59 e.h.  
Blogger Óli said...

Takk fyrir þetta strákar. Ég veit hvað þú meinar Kiddi og líka þú Unnar.

11:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home