sunnudagur, nóvember 20, 2005

Letiblóðabloggari

Ég heyrði barnið mitt gráta í fyrsta sinn áðan. Ekki að það sé e-ð gleðiefni en ég hafði bara aldrei heyrt það áður og fannst það þess vegna rosalega áhugavert. Djöfull er maður sjúkur. Hún varð smá pirruð þegar að pabbinn var að gefa asmalyfið og var ekki alveg nógu og blíður í tökum. Ég sit hér með Matthildi og við eigum notalegt laugardagskvöld saman. Ég að borða kjúkling og bjór á meðan hún er á gullsammaranum. Ákkurat núna er hún alveg glaðvakandi, ég held að það sé ekki ólíklegt að þessi dama sé b-manneskja í sér, svona eins og foreldrarnir. Venjan er sú að hún sefur allan daginn og glaðvaknar svo um miðnætti. Það er frekar erfitt að fara að sofa þegar daman starir á mann og heimtar athygli. Hún virðist vera með nokkuð þéttann tónlistarsmekk þar sem að hún er sallaróleg hjá mér að hlusta á Dylan. En ef áhugasamir vilja kíkja á tónlistarsmekk pabbans þá er er hægt að smella á hlekkinn "Top of the olapops" hér til hliðar. Þökk sé skemmtisíðunni www.last.fm. Það er svo sem lítið að frétta, maður er bara í vernduðu kúlunni sinni sem er feðraorlofið. Veit stundum varla hvaða dagur er og er ekkert mikið að hafa fyrir því að komast að því. Alveg fínt bara að njóta þess að knúsa blessað barnið. Þetta er samt ekki alveg gleðikvöld, þar sem ég var fyrst núna að frétta það að Roy Keane sé hættur. (Eitt tár lekur niður kinn)

Itte Rasshai

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home