fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Fæðingarorlof og fjör

Játsa það er sko gaman að vera til í dag. Afslappelsi og andvökunætur. Loksins loksins er prinsepessa komin heim. Og plús það er netið loksins komið inn. Tvöfalt hallelúja. Með netinu kemur kvíðinn...nei reyndar er það ný tónlist, kvikmyndir, tölvuleikir og þættir. Er búinn að ná í tvær nýjar plötur með Hr. Adams, Ryan, það á aðeins eftir að koma í ljós hvernig þær leggjast í mann. Síðan er allir að missa sig í Lost þessa dagana, við Valgerður tókum okkur til og sátum yfir fyrstu 5 þáttunum í 2. seríu og erum samt engu nær hvað í andsk.. er að gerast. Hvað er með þessar tölur og who are those people. Allt saman mjög undarlegt. Ég er farinn að hallast á það að neðanjarðarbirgið sé sálfræðitilraun sem gekk way to far. En vonandi kemur þetta allt saman í ljós. Þessir þættir eru þannig að maður getur eiginlega ekki dæmt þá fyrr en maður fær svör. Þátturinn stendur og fellur með því hvað liggur þarna að baki. Næsti þáttur kemur ekki fyrr en 9. nóv : ( Síðan er öll fyrsta serían af 24 og House að detta í hús. Alls kyns bíómyndir sem eiga að vera frábærar en koma kannski ekki á video, eins og Born into Brothels og Paradise lost.
Matthildur er ánægð að vera komin heim og við svo sannarlega ánægð að hafa fengið hana. Ég geri mikið af Nussíí þegar ég er nálægt(samanbitin tunga og gretta, sumir þekkja þetta) og get ekki hætt að stara á þetta undur.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ en sætt. Til hamingju með að vera orðinn pabbi og vera loksins búinn að fá litla kraftaverkið heim.

Annars segi ég það sama með Lost. Í hvert sinn sem maður er búinn að búa sér til hugmynd um af hverju eitthvað er svona eða hinsegin þá kemur eitthvað ALLT annað í ljós. Mjög dúbíus þættir.
En have fun að horfa áfram, við erum hérna líka í svita og spennu að bíða í heila viku milli þátta. Ótrúlega gaman.
Bestu kveðjur - við í Svíþjóð

6:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ertu að kenna aumingja barninu þessa grettu og hún bara rétt komin heim? fylgja kannski tilheyrandi hátíðnihljóð með líka?

annars til hamingju með heimförina :)

11:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með að vera komin með dúlluna heim, þó ég geti ýmindað mér að það sé nú kannski meira stressandi engin læknir eða hjúkka til að treysta á, en þið kunnið þetta súper foreldrarnir. Mér líst nú ekkert á þetta sjónvarps gláp. En fyrst þið eruð að kíkja á myndir eins og Born into brothels og svoleiðis þá mæli ég með myndinni sex with strangers. Þetta er mynd um svingara, ég er farin að líta öðrum augum á fólk sem á húsbíla eftir að ég sá þessa mynd. Það tók mig um viku að jafna mig eftir hana, svo verið andlega tilbúin. Kysstu stelpurnar þínar frá mér.
Katrín sólstrandar gella

7:33 f.h.  
Blogger Óli said...

Það eru bara nokkrir dagar í næsta þátt......get ekki beðið.
Arna..Nussí og takk.
Katrín, ég tjékka most definitely á sex with strangers. Kveðja til allra down under.

11:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home