sunnudagur, nóvember 06, 2005

Smarteinn

Vá hvað maður er orðinn fullorðinn allt í einu. Í gær, laugardagskvöld, fórum við fjölskyldan í bíltúr og heimsóknir! Síðan heim að sofa, vöknuðum svo í morgun og þrifum íbúðina hlustandi á Elton John. Magnað! Fórum með litluna í heimsókn til Mörtu frænku(eða systir), sem er sjálf komin á steypirinn og vel það. Fórum síðan í Mosó, sem er by the way mjög aðlaðandi bær að búa í, og heimsóttum vinafólk Völu. Gaman að fara með prinsessuna í heimsóknir í fyrsta sinn. En þetta er nú meira málið með hann Gísla Martein. Hann ætlar ekki að ná sér á flug sem stjórnmálamaður. En hvað stendur eftir, Vilhjálmur, Steinunn Valdís og kannski Stefán Jón. Nei, takk þá skila ég frekar inn auðu. Leiðinlegt fyrir Smarteininn, því ég veit af eigin reynslu að hann er fínn gaur. Hefði sennilega orðið fínn stjóri. Ah well.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er nefnilega það. Farið þið alla leið út í Mosó og það án þess að koma við og kíkja til okkar á Skaganum. Hélt þetta líka þar sem þið voruð ekki heima þegar við reyndum að kíkja til ykkar í dag.(not) Já hann Gísli er alltaf svo fínn. Fötin skapa manninn, ekki satt.

10:26 e.h.  
Blogger Óli said...

Ég býst við að þetta sé fulltrúi landsbyggðarinnar? Jú, hann Gísli er fínn í tauinu en hvað segiru með hann Villa? Á ekki bara að skipta um flokk og ganga í Samfylkinguna. Næsti utanbæjarrúntur verður á Skagann, no doubt.

11:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home