mánudagur, nóvember 21, 2005

Magga Róboti


Fór á White Stripes í gær. Mjög góðir tónleikar, kannski fyrir utan sándið á tímum. Jack White er nýja hetjan mín. Hann hljóp fram og tilbaka á tónleikunum og söng í alla míkarfóna, spilaði á 5 mismunandi gítara og tók nokkrum sinnum í píanóið. Meg white (sem ég er ekki viss um hvort að sé systir hans eða fyrrverandi konan hans, hann sagði systir en þetta er allavega mynd af henni hér að ofan) sat við trommurnar eins og róbóti og lamdi taktinn, sem var oftast frekar einfaldur en góður þó. Það var alveg magnaður kraftur í þeim miðað við að þarna eru aðeins tvær manneskjur á sviðinu allan tímann. Upphitunarhljómsveitin var Jakóbínarína, sem vann músíktilraunir að ég held. Þeir voru frekar merkilegir. Allir í sveitinni voru nokkuð hressir og dönsuðu fugladansinn á sviðinu. Söngvarinn dró þá niður en hann hlómar alveg eins og gaurinn í Joy Division.
Það kom fólk að skoða íbúðina mína áðan sem væri ekki frásögum færandi, nema að þarna var fólk frá Asíu sem ætla sér að búa 6 saman í íbúðinni. Mér fannst það frekar magnað. Ekki það að mér sé ekki sama, þau mega búa þarna 15 bara á meðan þau kaupa hana af mér. En í millitíðinni er ég búinn að leigja honum Brandi íbúðina. Hann verður í henni yfir jólin og e-ð frameftir nýja árinu. Já og by the way þá er ég kominn með nýtt heimasímanúmer (sem sagt á Reynimel) það er 517-9614. Glöggir sjá að þetta er barasta nánast eins og gemsinn minn. Tölvan mín fór næstum í klessu um helgin, ég náði mér í einhvern ansans vírus. En ég náði að klóra mér út úr því og náði mér í leiðinni í opera vafrann, sem er bara svona helvíti fínn. Mæli með honum.

Itte Rasshai

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig í óskpunum getur söngvari sem hljómar eins og Ian Curtis dregið eitthvað band niður. Hann er\var án efa einn mesti snillingur síðustu aldar. Og þar að auki með skemmtilegan og góðan söngstíl. Ruþmatískur söngur sem hljómar með músíkinni er alltaf ALLTAF!!!! betri en pínings og kveljusöngur! ergo þess vegna er Ian Curtis og fleiri hans líkir betri (JÁ BETRI) söngvarar en helvítis skoffín eins og þessi í Led Sheplín (svo ég tali nú ekki um heilalögguna).

Frekar ósáttur
Garðar

9:09 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig í óskpunum getur söngvari sem hljómar eins og Ian Curtis dregið eitthvað band niður. Hann er\var án efa einn mesti snillingur síðustu aldar. Og þar að auki með skemmtilegan og góðan söngstíl. Ruþmatískur söngur sem hljómar með músíkinni er alltaf ALLTAF!!!! betri en pínings og kveljusöngur! ergo þess vegna er Ian Curtis og fleiri hans líkir betri (JÁ BETRI) söngvarar en helvítis skoffín eins og þessi í Led Sheplín (svo ég tali nú ekki um heilalögguna).

Frekar ósáttur
Garðar

9:11 f.h.  
Blogger Óli said...

Be cool my babys,
Ég sá alveg hvað þetta var misvísandi þegar ég skrifaði þennan pistil. Það sem ég hefði átt að segja var að laglínurnar drógu þá niður og söngurinn passaði bara ekki við að mínu mati. Ég var alls ekki að vanvirða minningu Ian, sem mér finnst líka snotur söngfugl. Og betri en skoffín! (hvað þýðir skoffín?)

1:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Óli

Upprunaleg merking á skoffín er afkvæmi tófu (refs) og kattar (læðu). Nútímamerking er hins vegar flón, stelputryppi, ómerkileg eða ljót og grett manneskja. Eins og þú sérð getur þetta allt átt við ákveðna söngvara. Hippar (og síðhippar) sem öskra hátt og hvellt eins og kellingar.

Sallarólegur
Garðar

2:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home