fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Afmælisbarn 2 og Hr. Hús

Hún Matthildur Agla á aftur afmæli í dag. Núna er það reyndar fæðingarafmælið hennar. Hún átti nefnilega að fæðast í dag (sem sagt 23. nóvember).
Vorum að klára 1. seríuna af House M.D. Nokkuð magnað stuff og Gregory House sennilega með skemmtilegri karakterum í sjónvarpi síðan J.R. var og hét. Ég er búinn að horfa á svo marga í röð að ég er farinn að taka eftir ákveðnu mynstri í þáttunum. Það er eftirfarandi. Manneskja kemur á spítalann með áverka eða einkenni sem virðist í fyrstu auðleysanlegt. Hr. Hús heyrir af málinu fyrir tilviljun eða því er troðið á hann. Hús er tregur í fyrstu en heyrir síðan e-a ómerkilega staðreynd (að við höldum...ha ha ha) sem kveikir áhuga hans og hann einn veit að e-ð alvarlegt er á seyði. Hann tekur málið að sér og í fyrstu ná hann og elítu læknateymið hans engum árangri. Meira að segja fer sjúklingnum sífellt hrakandi. Jafnvel prófa þau meðferð sem skýtur sjúklingnum í enn verra ástand. Á þessum tímapunkti fara einn eða fleiri meðlimir í elítunni í vettvangsrannsókn sem felur í sér innbrot eða í það minnsta að álpast inn í dimm húsasund í mjög hættulegu hverfi. Ekkert kemur út úr því fyrr en e-r segir út í loftið " ó og by the way sjúklingurinn gleymdi að sturta niður og þvo sér um hendurnar einu sinni þegar hann var 10 ára!" og frá þessum upplýsingum kveiknar á andliti hins mjög svo geðlynda Hr. House og hann leysir gátuna. Eða þá að Húsið tekur eftir því að önnur stóra tá sjúklingsins er heldur skökk og dregur þá ályktun að viðkomandi hafi rekið tánna í hlöðugólfið í sveitinni og dottið með andlitið í leðurblökuskít og síðan þá hefur þessi eða hina, ótrúlega sjaldgæfa baktería, verið kraumandi í honum. En að sjálfsögðu trúir honum enginn og þar af leiðandi þarf Hús að sannfæra elítuna um að gefa sjúklingnum mótefni, sem að sjálfsögðu annaðhvort læknar hann eða drepur. Stundum þarf hann meira að segja að hrella líftóruna úr sjúklingnum til að sannfæra hann um sannleikann. Að sjálfsögðu hefur Húsið alltaf rétt fyrir sér og flestir lifa happily ever after. Og af hverju byrjar hann bara ekki með Cameron. Come on þarna tilfinninga þroskahefti maður. Vá kannski er ég búinn að horfa aðeins of mikið á sjónvarpið. En frábærir þættir og 2. sería er alveg að koma í hús (eða fyrstu þættirnir).

Itte Rasshai

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá þetta hljómaði ekkert ofsalega spennandi. Allt í einu fannst mér allt í lagi að missa af þessari seríu. Alltaf svipað og alltaf frekar óraunverulegt. Eða hvað?

Jæja já manni skilst að með barni fylgi mjög oft mikið sjónvarpsgláp. Pældí ef þú værir uppi fyrir 100 árum þegar TV var ekki til? Hvað hefðirðu þá verið að gera?

Bestu kveðjur í kotið frá okkur hjúum í Svíþjóð

8:33 f.h.  
Blogger Óli said...

House eru algjör snilld og þetta átti alls ekki að gera lítið úr þeim. Lalli ekki missa þolinmæðina. All good comes to those who wait.

6:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home