Jæja þá er síðasti dagurinn að renna upp í Sheffield. Fórum í gær til Ingó og Susanne í dýrindismáltíð og ölþamb. Eftir á fóru allir saman á kránna að spila pool. Sara, Matt, Ingó og Susanne fóru snemma heim en ég, Stefán og Örn drógum Joe, nágranna Arnar, með okkur í bæinn. Þetta er svo skrýtið með þessa borg að í gær var enginn út á götunum og allt virtist dautt, en við spurðum nokkra og allir bentu okkur á að fara á stað sem heitir Repulic. Við kíktum þangað og þá var sá staður HUGH á þremur hæðum og fullur af fólki. Bjórinn kostaði þar inni.....(wait for it)......0,9 pund. Rugl verð og því varð kvöldið helvíti fínt. Nú er maður lítilega hang over að fara að setja sig í ferðagírinn. Stefán ætlar að fara með okkur út á flugvöll þannig að Örn deyji ekki úr leiðindum á leiðinni tilbaka. En ég verð nú að pirrast yfir vinnunni minni, ég fékk ekki frí á morgun. Ég þarf að mæta kl. 11 á morgun, en ég lendi rétt fyrir miðnætti í kvöld. Þannig að maður fær ekki mikinn tíma til að make up for lost time með ástinni minni einu.
Bólafur Bloggar
Fjölskyldan, börnin, konan og allt þar fyrir utan.
Myndir
Frabaera folkid
Stubbarnir
Nauðsynjar
My Space
Click Here
Previous Posts
- Jæja við félagarnir komum heim í gær eftir vel hep...
- ÞÞÞÞÞUUUUUUUUNNNNNNUUURRRRR. Fórum á ágætis skrall...
- Var að koma heim frá Manchester, England. Ég og Ör...
- Sheffield England. Mætti í gær til Englands í fyrs...
- Jæja þá fer að líða að maður bregði sér í ferðaste...
- Loksins loksins loksins er íbúðin orðin viðveruhæf...
- Átti magnað stelpukvöld með Völu minni í gær. Við ...
- Ég held að ég hafi skilað inn verstu ritgerð íslan...
- Það er búin að vera mikill jarðarfarabragur yfir þ...
- Þreyta þreyta þreyta og aftur þreyta. Ég má til me...
þriðjudagur, mars 29, 2005
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home