fimmtudagur, mars 24, 2005

Var að koma heim frá Manchester, England. Ég og Örn smelltum okkur á vit ævintýrana og keyrðum í morgun í glampandi sólskyni. Að sjálfsögðu var kíkt á mekka fótboltans, Old Trafford, en þar sem að hann var lokaður létum við okkur nægja að ganga hringinn í kringum hann og taka myndir. Þær koma inn síðar. Manchester virðist vera svona aðeins meiri stórborg miðað við Sheffield. Það er meiri örtröð, fleira fólk og stærri byggingar. Núna erum við að koma okkur í djammgírinn og ætlum að kíkja á næturlíf Sheffield borgar. En á þeim stutta tíma sem ég hef verið hér í Englandi er ákveðnir hlutir sem maður þarf að venjast. Þeir eru eftirfarandi:
  1. Verð. Ertu að grínast? Ég spáði aldrei mikið í verðmun í Danmörku (kannski vegna þess að ég verslaði aldrei inn - ég borðaði bara á Dominos) en nú hefur maður smá viðmið að heiman. Ég fór að versla í gær og hér eru verðdæmi: 4 lítrar af kók á 2.25 pund = 260 kr. 800 gr af nautakjöti á 2,94 pund = 340 kr. 4 *stórir bjórar 2,98 pund = 340 kr. Poki af Sykruðu Corn flakes 0,54 pund = 62 kr. Þar að auki er að sjálfsögðu allt úrval svona þúsund sinnum meira. Og svona tveir fyrir einn út um allt.
  2. Umferð. Shit...þetta er scary shit. Það er mjög skrýtin tilfinning að setjast inn sem farþegi í bíl vinstra megin. Mér líður alltaf eins og ég sé að detta inn í bílinn vegna þess að ég get ekki haldið mér í stýrið, þar sem það er ekkert stýri. Manni líður líka alveg eins og fávita að sjá umferðina frá þessu sjónarhorni, ég er alltaf að mygla úr stressi "Örn passaðu þig!!! Þú ert að beygja vitlaust Aaaaa" "Óli, Please, relax"
  3. Klæðnaður. Ok hvað er með týsku hjá breskum konum. Allar eldri konur eru í krumpugöllum með hunda og leðurhúð. Það er eins og þær hafi allar fengið tveir fyrir einn í ljós, alla ævi. Yngri konur, út af e-i ástæðu klæða sig allar eins og 2 dime hokkers. Alveg sama í hvernig líkamlegu ástandi þær eru. Hey já góð hugmynd ef þú ert 300 kg, að klæða þig í bleikan topp og hvítt leðurmínípils og fara þannig í bæinn. Og þær eru allar stífmálaðar og geðveikt sjúskaðar, eins og þær séu allar að bíða eftir næsta punter. Það er bara ekki spurning - hún Vala mín er langfallegust í öllum heiminum!
  4. Debet - og kreditkort. Ok, svolítið skrýtið ef maður kemur frá Íslandi að þurfa að venjast því að ekki sé tekið við debet eða kreditkortum á öllum stöðum. No sorry only cash.
  5. Kurteisi. Ég held að allir íslendingar mættu fara í námskeið til Englands í kurteisi. Við erum að tala um það að í tvö skipti í gær komu upp að okkur rónar og báðu um pening. Í bæði skiptin hélt ég að drottningin væri mætt í dulargervi. "afsakið herrar mínir, mætti ég nokkuð trufla ykkur stundarkorn...."

Í gær prufaði ég svo hin sér enska rétt..fish and chips. Það var einmitt mjög ódýrt, heavy stór skammtur og ÓGEÐSLEGA greasy. Ég sá í gegnum andlitið á mér í speglinum eftir að ég var búinn að borða þetta. Ef ég ætti að lýsa verstu tilfinningu sem ég gæti hugsað mér, þá væri hún þannig að ég myndi vakna illa sofinn, vera píndur til að borða svona mat með puttunum, fara síðan út í kalt veður og þá myndi önnur manneskja sem væri líka búinn að borða svona með puttunum þurrka sér ofan í hálsmálið á mér. Anyways nú er best að fara að sötra bjór og reyna að gleyma því að hann Keli minn er týndur! Kveðja frá Sheffield, England.

1 Comments:

Blogger arna said...

er hann týndur??? :(
æji hann er samt svo klár. kemur örugglega aftur.

9:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home