mánudagur, mars 14, 2005

Loksins loksins loksins er íbúðin orðin viðveruhæf. Tók mig til í veikindum miklu í dag og tók allt í gegn....and it felt gooooood. Ég og massinn náðum aldrei að klára að ganga frá gámunum af dóti sem hún kom með þegar hún flutti inn. Við bara stoppuðum og allt var í drasli og óreiðu. En nú loks er allt að verða svona eins og best verður á kosið. Það er dáldið merkilegt að horfa yfir íbúðina og reminissa um alla hlutina sem ég átti og fóru á haugana þegar massinn flutti inn. Ég hugsa alltaf til hans Sigga sem er mágur minn, þegar hann benti alltaf á einn stól sem var það eina sem hann átti eftir af sínu dóti eftir að hann byrjaði með systir minni. "sjáðiði" sagði hann með brothættu stolti. "Þessi stóll....(brestur í röddinni)....er það eina sem ég á eftir". Systir mín er væntanlega búin að finna hentugan stað fyrir þann stól, t.d. í sorpu eða geymslunni. En hvað getur maður svo sem gert....þagað og vitað hvers er vænst af manni. Wwwwwhhhuuuuppphhaaa eins og Chandler komst svo vel að orði. En þetta var hin fínasta helgi. Djamm á laugardag í kuldakasti dauðans. Fór á Dillon, 22 og síðan á Sirkus. Stóð í röðinni á Sirkus í hálftíma til að hitta hana Völu mína. Á tímabili hélt ég að eyrun myndu detta af sökum frostbits. Þegar ég loksins komst inn í guðdómlegan hitan, tróð mér í gegnum röðina, beint á barinn og mætti til massans með tvö bjórglös í hendi þá heyrði ég "eigum við að koma heim". Beint aftur út í kuldan og heim að gera do do. Nei það má ekki segja svona.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home