Vá hvað maður er e-ð alvarlega búinn á því þessa dagana. Kom heim eftir langt ferðalag og margar umferðarteppur í Englandi. Þurfti að bíða í flugvélinni í lengri tíma og ég veit ekki hvað og hvað. Kom loksins heim um miðja nótt og það var sko ekki leiðinlegt að sjá álfinn minn taka á móti mér á flugvellinum. Það ótrúlega gerðist á flugvellinum að ég var ekki stoppaður! Ég held að ég hafi verið stoppaður í 4 af hverjum 5 skiptum sem ég fer þarna í gegn. Það mætti halda að þeir séu með mynd af mér hangandi upp á vegg og fylgist náið með ferðaháttum mínum. Eða þá sem er miklu líklegra að maður sé bara með þetta síafbrotadópistasmyglarahandrukkaraútlit. Kannski ef maður væri ekki með svona stórt höfuð þá væri þetta kannski öðruvísi. En mig er farið að þyrsta í einhverskonar frí. Ég held samt að það sé ekkert að fara að gerast á næstu mánuðum. Best að bíta á jaxlinn og taka þessu eins og manni.
Bólafur Bloggar
Fjölskyldan, börnin, konan og allt þar fyrir utan.
Myndir
Frabaera folkid
Stubbarnir
Nauðsynjar
My Space
Click Here
Previous Posts
- Jæja þá er síðasti dagurinn að renna upp í Sheffie...
- Jæja við félagarnir komum heim í gær eftir vel hep...
- ÞÞÞÞÞUUUUUUUUNNNNNNUUURRRRR. Fórum á ágætis skrall...
- Var að koma heim frá Manchester, England. Ég og Ör...
- Sheffield England. Mætti í gær til Englands í fyrs...
- Jæja þá fer að líða að maður bregði sér í ferðaste...
- Loksins loksins loksins er íbúðin orðin viðveruhæf...
- Átti magnað stelpukvöld með Völu minni í gær. Við ...
- Ég held að ég hafi skilað inn verstu ritgerð íslan...
- Það er búin að vera mikill jarðarfarabragur yfir þ...
fimmtudagur, mars 31, 2005
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home