Þreyta þreyta þreyta og aftur þreyta. Ég má til með að segja stutta sögu svona rétt fyrir svefninn. Lítill snillingur sem er upp í vinnu var að skemmta á skólaskemmtun fyrir foreldra í 7 ára bekk. Þessi ágæti og rauðhærði drengur er einmitt á því herrans aldursári. Hann stóð á sviðinu fyrir framan alla foreldra og kennara og var að sýna töfrabrögð. Töfrabrögðin fólust í því að láta pening hverfa og birtast aftur. Þegar hann var nýbúinn að láta peninginn hverfa, þá labbar inn í salinn kona í síðu pilsi. Þessi kona er kennari í skólanum sem kom til að kíkja á hvernig gengi. Litli snillingurinn tók sig þá til og stökk af sviðinu og upp tröppurnar í átt að kennaranum. Hann stakk hendinni undir pilsið hennar, tók hana síðan út og sýndi peninginn. "Hérna er hann, hann kom út um píkuna á henni" Þið getið rétt ímyndað ykkur svipinn á mömmu hans sem var á fremsta bekk í salnum.
Í ljósi þessarar miklu gleði sem fylgir þessari sögu þá hef ég ákveðið að setja hér fram topp 5 lista yfir bestu lög sem maður gæti spilað fyrir konuna sína á giftingardaginn.
- Ég ætla að ríða þér í nótt - Fræbblarnir
- If you want to be happy for the rest of your life - man ekki nákvæmlega heitið á þessu lagi og veit ekkert hver flutti.
- It aint me babe - Bob Dylan
- You sexy motherfucker - Prince
- Some girls are bigger than others - The Smiths
Það er ekki spurning að ég tek lagið sjálfur þegar ég gifti mig. Blindfullur upp á borði, kominn úr að neðan og syng A.d.i.d.a.s með Korn hástöfum. "All day i dream about sex - all day i dream about fucking"
4 Comments:
spurning um "Dazed and confused" með Zeppelin (ekkert múður Garðar), "the soul of a woman was created below"...
:Þ
KT
það heitir if you wanna be happy og flutt af jimmy soul.
Snilldar saga! Greyið mamman!!! En ég get ekkert hjálpað þér með tónlistina:)
Góð hugmynd Kiddi og ég er viss um að Garðar yrði glaður.
Takk fyrir það Arna.
Já Ásta, þetta er nokkuð svakaleg saga. Gaman að heyra í þér.
Skrifa ummæli
<< Home