miðvikudagur, mars 23, 2005

Sheffield England. Mætti í gær til Englands í fyrsta sinn. Ég borgaði morðfjár fyrir þennan flugmiða með Icelandair og síðan var þetta án efa óþægilegasta flugferð sögunnar. Ógeðslega þröngt gluggasæti og maðurinn við hliðina fannst ekkert skrýtið við það að horfa út um gluggann 94,5% af ferðinni, með andlitið 5 cm frá andlitinu á mér. Maturinn var gufusteikt ommeletta með kartöfluteningum og skinku.....uummm processed food much? Síðan þurftum við að hringsóla yfir London í hálftíma, sem var reyndar helvíti magnað því þá sá maður fleiri flugvélar að gera það sama út um gluggann. Þegar við síðan lentum þá var svo löng bið að komast út að mér var farið að líða eins og þegar manni langar að komast út úr gufubaði.
En ég og Örn ákváðum að skella okkur í ævintýraferð til London, án þess að rata shit. Við áttum fínan tíma í London og kíktum meðal annars á Harrods, sem var mesta snobbbúð sem ég hef komið í. Það var actually klósettvörður sem þakkaði manni fyrir að pissa í klósettið! Síðan keyrðum við til Sheffield sem er by the way alveg meiriháttar borg. Hún virðist vera mjög lítil og krúttleg en er reyndar alveg frekar stór. Ég held að það sé mjög góð hugmynd ef maður ætlar að flytja til útlanda frá Íslandi, að fara í svona borgir frekar en stórborgirnar. Allt hérna er í svona týpískum breskum stíl, lítil múrsteinshús og þröngar götur. Íbúðin hans Arnar er ekkert smá flott. Lofthæðin er svona 10 metrar. Og ekki er það nú slæmt að hann er búinn að kaupa körfu sem er hér fyrir utan.

Það er svo margt búið að vera að gerast í mínu lífi upp á síðkastið að ég held að líkaminn á mér eigi eftir að yfirgefa partýið og fara von bráðar. Á tveimur vikum er ég búinn að fara úr 92 kg, niður í 85 kg og núna stefni ég full blast á 100 kg. Mér líður eins og skítugum loftbelg á leið yfir Atlantshafið. En ég sé svo svakalega góða tíma framundan að það þýðir ekkert að spá í það.

3 Comments:

Blogger arna said...

þú reddaðir semsagt skúringunum..
gott að vita.

8:37 e.h.  
Blogger Óli said...

Já æ sorry ég gleymdi alveg að láta þig vita. Takk samt.

9:08 e.h.  
Blogger arna said...

nei æji þetta var ekki meint sem kaldhæðni :)
góða skemmtun úti. bið að heilsa Erni og Berglindi.

12:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home