mánudagur, apríl 30, 2007

Kastljósið á föstudaginn

Ég vil hvetja alla til að horfa á þennan kastljós þátt frá því á föstudaginn. Í fyrsta lagi er verið að tala við Ómar Ragnarsson. Hann er spurður spjörunum úr varðandi stefnu Íslandshreyfingarinnar í hinum ýmsu málum. Hann kemur ágætlega fyrir, hefði kannski mátt tala aðeins minna um Henry Ford. Að mínu mati er eins og þau viti ekki alveg út í hvað þau eru að fara en hafa sterkar skoðanir á samgöngu- og umhverfismálum.
Það sem mér þótti þó alveg sérstaklega eftirtektarvert er hverngi Ómar ignorar algjörlega annan spyrilinn, hana Brynju en beinir orðum sínum nær eingöngu til Sigmars. Takið eftir þessu, frekar fyndið.

Í seinni hluta þáttarins er Helgi Seljan að tala við Jónínu Bjartmarz varðandi að kærasta sonar hennar hafi fengið óvenjulega fljóta meðferð á umsókn sinni um íslenskt ríkisfang. Þau hnakkrífast alveg og maður fær á tilfinninguna að móðir sé að skamma drenginn sinn, sem aftur vill ekki sitja undir ofríki móður sinnar. Að mínu mati mjög óþægilegt að horfa á þetta. En samt verðið þið að horfa.

Enjoy!

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301790

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Nýjar myndir



Var að henda inn nýjum myndum frá sumardeginum fyrsta og síðustu helgi.

En leikurinn fór 3 - 2 fyrir Man Utd. Rosalega góður leikur sem hélt manni á sætisbrúninni allan tímann. Það verður sannarlega erfitt að fara til Mílanó með tvö útivallarmörk á bakinu. En þeim nægir 0 - 0 jafntefli. Vonum bara það besta en seinni leikurinn er eftir viku.

Klukkutími í leik og Árni Johnsen.

Nú er klukkutími í leik Man Utd. og Milan í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Ég verð að vera mjög svartsýnn þar sem að það vantar 7 fastamenn í liðið og þar á meðal alla vörnina. Milan er líka þannig lið sem er á miklu runni heima fyrir og er með heimsklassa leikmenn í hverri stöðu. Ég býst við að þessi leikur fari:

Man Utd. 0 - O Milan.

Ég var að hlusta á kappræður Árna Johnsen og Bjarna Harðarsonar á litlu kaffistofunni í útvarpinu á leiðinni heim úr vinnunni. Þegar umræðan barst að flugvellinum þá keyrði ég næstum því út af. Það sem þeir sögðu var þetta:

- Árni skildi ekki af hverju reykvíkingar vildu losna! við flugvöllinn. Hann skapaði jú svo mikla þjónustu og störf að þetta væri alveg fáránlegt. Ef það ætti að flytja flugvöllinn þá mætti alveg eins flytja Háskóla Íslands út á land.
(Losna við og að flytja til flugvöllinn er ekki það sama)

- Árni skildi ekki hvernig fólk fengi það út að flugvallasvæðið væri svona verðmætt. Er það e-ð verðmætara en annað landsvæði á landinu?
(Hvernig á að svara svona rugli)

- Árni sagði að flugvöllurinn væri eign þjóðarinnar en ekki reykvíkinga. Það væri ekki reykvíkinga að losna við hann.
(enn og aftur flytja, ekki losna við)

- Bjarni var viss um að flestir vildu hafa flugvöllinn á sama stað og einungis væri um háværan hóp fárra einstaklinga að ræða.
(Það getur vel verið rétt, en það þarf að skoða aðra möguleika út í ystu æsar)

- Bjarna fannst þeir sem vilja flytja flugvöllinn vera gráðugir og hluti af græðgismenningu. Fólk sem vildi ryðja flugvellinum burt og byggja blokkir. Sennilega yrði næsta skref þeirra að malbika yfir Hljómskálagarðinn!!

Þetta finnst mér mjög skrýtin umræða sem þarna fór fram. Furðuleg rök sem þeirra koma með og mjög skrýtnar alhæfingar um þá sem vilja kanna möguleika á að flytja flugvöllinn.

Getur verið að þessir menn séu utan af landi og sjónarmið þeirra endurspegli sjónarmið landsbyggðarinnar. Bara helvítis græðgi í reykvíkingum og almennt tillitsleysi í garð dreifaranna. Ég bara veit það ekki.

Annars er ég rosalega ástfanginn í dag. Vala ég elska þig. Og líka Matthildi.

laugardagur, apríl 21, 2007

Að fljúga frá Hólmsheiði.



Ég man síðasta sumar þegar ég var staddur upp í Öskjuhlíð. Ég stóð þar hjá gömlu stríðsrústunum og horfði yfir Reykjavík. Ég man að ég ímyndaði mér að ég væri landnemi sem væri að koma á land í fyrsta sinn og væri að leita mér að hentugum íverustað. Þá fannst mér alveg augljóst að landsvæðið sem Reykjavíkurflugvöllur byggir á væri mjög eftirsóknarvert sem byggingarsvæði og í raun fyrsti kostur fyrir Ólaf Rauða fyrsta landnema íslendinga og föður Reykjavíkur.

Þar af leiðandi fagnaði ég mjög þeim niðurstöðum að það komi þjóðhagslega betur út að flytja flugvöllinn á Hólmsheiði en að halda honum í Vatnsmýrinni og breyta bara skipulagi hans þar. Sem sagt að þeir fækki um eina flugbraut en haldi honum annars í óbreyttri mynd.

Ég sé bara fyrir mér hversu góður heildarsvipur kæmi á borgina ef það væri byggð frá fjöru til fjöru, þ.e.a.s. frá nauthólsvíkinni að Gömlu höfninni. Við erum í lykilstöðu að geta ákveðið hvernig þetta nýja hverfi eigi eftir að líta út. Þar sem að þetta hverfi, meira svo en önnur ný hverfi, myndi setja mjög sterkan svip á kjarna borgarinnar. Mér finnst alltaf jafn fáránlegt að hugsa til þess að það sé flugvöllur í miðri borginni. Ætli það sé svoleiðis í mörgum borgum erlendis?

Þeir sem vilja halda flugvellinum í núverandi mynd benda á kosti þess að hafa sjúkraflugið svona nálægt. En væri ekki betra að kaupa góða sjúkraþyrlu, skella þyrlupalli ofan á þetta nýja hátæknisjúkrahús og sækja sjúklinginn á nýja flugvöllinn þegar hann kemur úr sjúkraflugi. Þarf sjúkraflugið virkilega að lenda á tröppunum á nýja sjúkrahúsinu?

Aðrir benda á óþægindi sem þetta kann að skapa fyrir utanbæjarfólk.

Vei vei vei vei ó vei.

Að auki hef ég tekið upp nýja iðju. Skokk eða Jogging eins og Will Ferrell kallaði það í Anchor Man. Ég hef alltaf skammast mín að hafa aldrei farið gönguleiðina frá Ægissíðu út í Nauthólsvík. Ég tók mig því til og skokkaði fram og til baka um daginn. Þá tók ég líka eftir því hversu glæslieg byggð gæti risið þarna þegar ég horfði í gegnum girðinguna sem heldur manni frá flugbrautunum. Með tímanum væri hægt að hreinsa strandlengjuna og gera hana meira í líkingu við þá sem er í nauthólsvík. Þannig gæti skapast fjölskylduparadís á sumrin þar sem að fjör væri í hverfinu alveg frá Valsheimilinu, að BSÍ og niður á strönd. Þannig væri hægt að tengja betur saman byggð og náttúruperluna sem að Öskjuhlíð er. Ég sé fyrir mér þarna eitt stórt fjölskyldu- og útivistarsvæði, sem væri vel skipulegt með íbúðarbyggð í bland við verslanir og fyrirtæki.

Að lokum vil ég senda þessu fólki mínar bestu kveðjur.
Rómantískt, sorglegt, spennandi og skotheldur söguþráður. Esteban og Heiveig. Til hamingju með ástina og lífið.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Áþekk mörk!



Tveir argentínumenn, 20 ár á milli marka. Ótrúlega líkt.

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Anti - gúrkutíð og skeggið kvatt.



Hvað kallar maður það þegar nóg er að gera í fréttum? Sem sagt hið andstæða við gúrkutíð. Ég býst við að það sé svoleiðis tíð núna. Skotárás í USA, Reykjavík brennur og í dag var skeggið kvatt. Myndir af því síðastnefnda eru komnar inn á myndasíðuna.

Það er merkilegt hvað maður á erfitt með að átta sig á fréttum eins og þeim sem komu af skotárásinni í USA. Hvað þarf að gerast til þess að einstaklingur ákveði einn góðan veðurdag að fara með byssur í skólann og drepa flesta þá sem verða á vegi hans? Snert af geðveiki? Margra ára einelti? Eða er það einfaldlega e-ð í þessu geðbilaða samfélagi bandaríkjamanna sem ýtir undir svona atburði?

Ég á erfitt með að ímynda mér að e-r myndi gera þetta hér á landi. Kannski gæti e-ð þessu svipað gerst í náinni framtíð, en þar sem að byssueign er ekki meiri en raun ber vitni þá efast ég um það.

Alveg er týpískt að öryggisgæsla verði hert til muna í öllum háskólum í USA hér eftir. Eins og það sé e-r lausn. Sjá þeir ekki að vandamálið er ekki falið í meiri byssum eða löggum. Færri byssur og norrænar uppeldisstefnur held ég að sé málið.

Ekki eru skárri fréttirnar að einhver sögufrægustu hús Reykjavíkur hafi brunnið til kaldra kola í dag. Ég veit ekki hvort að uppruni eldsins sé fundin en ég vona bara að ekki hafi verið um tryggingartengda íkveikju að ræða. Enn fremur vona ég að húsin verða endurbyggð í upprunarlegri mynd. Vilhjálmur djöfull (augabrýrnar) var virkur við slökkviðliðsstörfin og sagði að vilji væri fyrir því. Hér er um að ræða hús sem eru hátt í 200 ára gömul. Nú er um að gera fyrir borgarstjórn að vinna hratt og örugglega við að koma öllu í fyrra horf.

Aðalfrétt síðustu daga hlýtur þó að vera að ég rakaði af mér skeggið. Ég er ekki frá því að maður sé bara DEAD sexy með mottuna. Konan var þó ekki sammála og maður beygði sig auðvitað undir það. (whoopha)

mánudagur, apríl 16, 2007

Helgin og helvítis Kr-ingar



Um síðustu helgi var mikið um að vera og mikil gleði. Ég er búinn að taka vel á því í ræktinni og fór svo í ljós alla vikudagana fram að föstudegi.

Á föstudaginn fórum við Valgerður í surprise afmælismat fyrir Baldur Bjarnason. Ákveðið var að hittast á Tapas barnum og Sigga plataði Baldur algjörlega grunlausan á staðinn þar sem við biðum öll eftir afmælisdrengnum. Maturinn var ágætur, svolítið spes, fólk var mishrifið en ég var sáttur. Til hamingju elsku vinur með 30 árin og til hamingju með lífið, giftinguna og óléttuna.

Á laugardaginn var svo árshátíð í vinnunni. Byrjað var á því að hittast í fyrir-á-partý þar sem ég var neyddur til að innbyrða tabasco-vodka skot. Helvíti á tóman maga en líka svona helvíti hressandi. Eftir upphitun í drykkju og skemmtisögum var haldið á staðinn, Kornið í borgartúni. Pleisið var frekar lítið en þeim mun meiri stemmning. Dj Danni Delux sá um að þeyta skífum eða reyndar var hann með tölvu...og gat þeytt skífum ef hann vildi skratsa lögin. Sem hann gerði aldrei. Eftir að fólk var búið að borða óætasökumsterkleika matinn frá Shalim al var ýmist dansað eða staðið í biðröð til að komast í eina klósettið á staðnum. Skemmtilegt eftir svona mat! Endaði svo í bænum á Barnum með fríðu föruneyti. Man að ég talaði við Örn á leiðinni heim en veit ekki meir.

Fann lagið áðan sem kom mér alltaf í stuð þegar ég var 9 ára með gítareyrnalokk og svitabönd.
Say say say með Paul McCartney og Michael Jacksson.
Flottast í heimi þegar Jacko kemur inn í lagið og sérstaklega þegar hann segir "What can i do, to get through to you, Because i love you...baby...baby!"
Komið ykkur í stuð og tjékkið á þessu á www.radioblogclub.com

Að lokum vil ég óska Kr-ingum nær og fjær til hamingju með titilinn í körfunni. Þetta er víst orðið hverfiliðið mitt og þeir stóðu sig nú helvíti vel. En áfram FRAM. Always.

fimmtudagur, apríl 12, 2007

John Frusciante

John Frusciante er gítarleikar Red hot chili peppers og gítarséní. Ég las um árið ævisögu þeirrar hljómsveitar og hef verið ötull aðdáandi þeirra síðan (og löngu áður auðvitað). Það sem mér hefur alltaf fundist áhugaverðast við þá er upprisa þeirra allra eftir mörg ár í sjúklegri dópneyslu og hvernig þeir leystu sig út þessari sálarkreppu sem þeir lentu í.

Hljómsveitin var stofnuð snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þeir Flea og Anthony Kiedis hafa verið í sveitinni frá upphafi en að öðru leyti hafa verið mannabreytingar. Gamli gítarleikarinn þeirra, hann Hillal Slovak, lést eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. Og þá tók John Frusciante, undrabarn á gítar og aðdáandi sveitarinnar, við á gítarnum. Að auki tók Chad Smith, a.k.a. Will Ferrell við trommunum af Jack Irons sem hætti. Drengirnir náðu svona helvíti vel saman og með Rick Rubin á tökkunum gerðu þeir hina frábæru plötu Blood Sugar Sex Magic. Sú plata gerði þá að stórstjörnum og þá fóru brestir að birtast í samstarfinu. Sérstaklega áttu þeir Kiedis og Frusciante erfitt með að þola hvorn annann. Í myndbandinu hér að neðan má sjá pirringinn á milli þeirra þegar þeir taka Under the Bridge í einhverjum sjónvarpsþætti.



Svo fór að Frusciante hætti í sveitinni á miðju tónleikaferðalagi árið 1992. Eftir að hafa tekið inn nokkra gítarleikara í neyð, þá réðu þeir félagar Dave Navarro í sveitina. Á meðan hljómsveitin ældi út úr sér hinni ekki svo góðu One hot minute var Frusciante að sökkva dýpra og dýpra í heróínneyslu og þess háttar gamansemi. Árið 1994 tók hollensk sjónvarpsstöð viðtal við hann sem sýnir hvað hann var langt leiddur. Þið getið séð hluta af því hér að neðan:



Þið ættuð að geta séð allt 30 mín viðtalið inn á video.google.com. En sem betur fer var hann ekki alveg glataður. Hann hélt áfram að búa til tónlist. Tónlist sem er með því súrasta sem til er. Reyndar má geta þess að sukkið fór svo illa með hann að eftir að hann varð edrú þurfti hann að fara í lýtaraðgerð á nefinu, lét setja í sig nýjar tennur og er með varanleg ör á handleggjunum.
Hann náði að tóra í gegnum þetta og gekk að lokum aftur í sveitina þegar þeir gáfust upp á plastdúkkunni honum Navarro. Þetta hefur verið í byrjun árs 1998 og stuttu seinna komu þeir með meistarastykkið Californication. Hér að neðan má sjá frábært myndband þegar hetjan okkar er allsgáður og í góðum fílíng á tónleikum að taka lagið How deep is your love eftir Bee Gee´s.



Aahhh hvað þetta er flott.

Í dag eru Red hot Chili Peppers sennilega ein af stærstu hljómsveitum í bransanum. Þeir hafa gefið út tvær frábærar plötur eftir Californication og virðast allir hafa komið mjög vel út úr dópinu, kynlífinu og rokkinu. Hér má sjá þá taka á móti verðlaunum á síðustu Grammy verðlaunahátið. Sjáið hvað okkar maður er mikil dúlla.

Dúlla ársins?

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Man Utd 7 - 1 Roma

Glory glory Man Utd.

Þvílíkur leikur í kvöld. Þetta var hætt að vera fyndið þegar staðan var 4 - 0. Rómverjar voru einfaldlega ekki á staðnum. Löngu búnir að gefast upp og eftirleikurinn var auðveldur. En það er komin upp ákveðin staða í fótboltanum í dag sem er að það stefnir í ROSALEGT einvígi á milli Man utd. og Chelsea. Skoðum þetta nánar.

Meistaradeildin:

Ef Man U klárar Bayern eða Milan og Chelsea klára Liverpool þá mætast þau í úrslitum Meistaradeildarinnar 23. maí í Aþenu.

Enska deildin:

Eins og staðan er í dag eiga þessi lið eftir að spila 6 leiki
hvort og aðeins munar þremur stigum á þeim. Í næstsíðustu umferðinni vill svo skemmtilega til að þessi lið mætast á heimavelli Chelsea. Sá leikur fer fram 9. maí.

Enski bikarinn:

Um næstu helgi fara fram undanúrslitaleikir í enska bikarnum. Þá mætir Man U botnliði Watford og Chelsea mætir Blackburn. Ef við gefum okkur það bæði Man U og Chelsea klári þessa leiki þá mætast þau í úrslitaleik bikarsins. Sá leikur fer fram þann 19. maí á nýopnuðum Wembley.


Sem sagt mögulega gæti þetta litið svona út

Man U - Chelsea
9. maí
19. maí
23. maí

Það verður gaman að sjá hvernig þetta fer allt saman en ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð svartsýnn á að Man U nái að klára Milan eða Bayern. Bæði þessi lið eru svona týpísk lið sem slá Man Utd. út.

Ég Hata...

...blogger, þar sem að síðan mín er í algjöru fokki og textinn byrjar lengst niðri.
...picassaweb, þar sem að ég get ekki lengur sett inn fleiri myndir. Kemur bara Error code:1 something unexpected happened.
...bara þetta tvennt.

Fór bara óstjórnlega í taugarnar á mér. Sérstaklega þar sem ég ætlaði að setja inn glænýjar myndir úr þrítugsafmælinu hans Kidda. Sem var alveg frábært og meira að segja hálfgert re-union í leiðinni. Maður var að hitta svo marga eftir langan tíma. T.d. Hauk, Ingó, Hrólf, Stebba, afmælisbarnið og konu hans að sjálfsögðu, Ástu og Jakup, Lalla og Helgu og svo síðast en ekki síst hr. kvenfyrirlitning með slettu af heimsspekilegum vitfirrtum pælingum - Dennis.

Takk fyrir kvöldið öll, ég vona að ég geti komið þessum helvítis myndum inn sem fyrst.

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Look a likes

Hefur einhver spáð í það hvað þessir tveir menn eru líkir.



Will Ferrell



Chad Smith trommari Red hot chili peppers

Alveg magnaður andskoti.

En dagurinn í dag fór að mestu í að samfagna litlu systur minni, henni Helgu Gullu, með ferminguna hennar. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Innilega til hamingju Helga mín.

Nú liggjum við skötuhjúin í leti og horfum á Talladega nights. Best að halda því áfram.

mánudagur, apríl 02, 2007

Klassískt stuff!



Ég datt inn á þátt um gerð Nevermind með Nirvana. Alveg frábært stuff, þar sem að Butch Vig upptökustjóri (og trommari Garbage!) fer á kostum. Frábært að heyra hvernig platan var byggð upp og hvernig þeir tala um þennan tíma. Gaman að sjá hvað Krist Novoselic lítur mikið út eins og yfirmaður hjá Microsoft í dag. Líka frábært að sjá viðtal við strákinn sem var framan á plötunni. Tjékkið á þessu.

http://video.google.nl/videoplay?docid=5798023486646870781&q=classic+albums+duration%3Along

Fleira skemmtilegt er hér fyrir neðan:

Gerð Dark side of the moon.

http://video.google.nl/videoplay?docid=996860463109121736&q=classic+albums+duration%3Along

Hættulegasta gengi í heimi.

http://quicksilverscreen.com/forum/viewtopic.php?t=5783

Húrra fyrir Google ; )

sunnudagur, apríl 01, 2007

Draumalandið



Þessi helgi hefur verið hin rólegasta. Það markverðasta sem ég gerði var að fara á leikritið Draumalandið á laugardaginn með Baldri. Ég ætlaði nú að fara með minni heittelskuðu, en við fengum ekki pössun. Ég og Baldur skelltum okkur því saman en ekki fyrr en við vorum búnir að hlaupa um hálfan Hafnarfjörðinn að leita að Hafnarfjarðarleikhúsinu. Við mættum þar af leiðandi of seint og gengum inn í dimman salinn illa lyktandi og kófsveittir.

Við Baldur höfum þekkst síðan við vorum 8 ára gamlir. Ég held að það sé óhætt að segja að við höfum verið svona bestu vinir í æsku. En út af einhverri ástæðu þá eru ár og öld síðan við gerðum e-ð bara tveir saman.
Leikritið var ágætt, svolítið "in your face" en fékk mann alveg til að pæla. Sérstaklega þá um áróðurinn frá ríkinu um nauðsyn þess að virkja sem mest.

Ég er nú ekki svo frægur að hafa lesið bókina en Baldur kippti því í liðinn og lánaði mér bókina eftir leikritið.

Það var vel við hæfi að við hliðina á leikhúsinu var verið að kjósa um stækkun álversins. Eins og flestir vita sennilega var sú tillaga felld með litlum mun. Kannski ágætt, allavega fannst mér teikningin sem var sett í blöðin af stækkuðu álveri frekar óspennandi. Og örugglega ekki spennandi fyrir hafnfirðinga eða aðra íslendinga að hafa svona ferlíki í alfaraleið.

Á föstudaginn hafði ég svo ekkert að gera og hvað gerir maður þá? Maður hangir á netinu og skoðar alls konar fróðleik. Ég fann síðu sem heitir www.quicksilverscreen.com, sem er svona síða með þáttum, myndum og yfir 500 fræðslumyndum.

Ein af þessum fræðslumyndum eða fræðsluþáttum, er frá sjónvarpsstöðinni ABC í USA og fjallar um Alsælu. Myndin heitir Peter Jennings - Ecstasy rising og er hægt að kíkja á þáttinn með því að copy - paste slóðina hér að neðan:

http://video.google.com/videoplay?docid=-1564288654365150131&q=ecstasy&hl=en

Þetta er ekki nema 43 mínútur og er að mínu mati alveg helvíti fróðlegt. Góður punktur þegar löggan segir "This is the only drug that the people say improves their lives, i have never heard anybody say that about cocain or crack." Magnað stuff, endilega tjékkið á þessu.

Er ég e-ð skrýtin að finnast ánægjulegt að Take that hafi komið með come bakk? Mér fannst alltaf svo illa vegið að Gary Barlow og hinum strákunum. Svo er Robbie svo mikið fífl, held ég! "Just have a little patiance...la la la".