Kastljósið á föstudaginn
Ég vil hvetja alla til að horfa á þennan kastljós þátt frá því á föstudaginn. Í fyrsta lagi er verið að tala við Ómar Ragnarsson. Hann er spurður spjörunum úr varðandi stefnu Íslandshreyfingarinnar í hinum ýmsu málum. Hann kemur ágætlega fyrir, hefði kannski mátt tala aðeins minna um Henry Ford. Að mínu mati er eins og þau viti ekki alveg út í hvað þau eru að fara en hafa sterkar skoðanir á samgöngu- og umhverfismálum.
Það sem mér þótti þó alveg sérstaklega eftirtektarvert er hverngi Ómar ignorar algjörlega annan spyrilinn, hana Brynju en beinir orðum sínum nær eingöngu til Sigmars. Takið eftir þessu, frekar fyndið.
Í seinni hluta þáttarins er Helgi Seljan að tala við Jónínu Bjartmarz varðandi að kærasta sonar hennar hafi fengið óvenjulega fljóta meðferð á umsókn sinni um íslenskt ríkisfang. Þau hnakkrífast alveg og maður fær á tilfinninguna að móðir sé að skamma drenginn sinn, sem aftur vill ekki sitja undir ofríki móður sinnar. Að mínu mati mjög óþægilegt að horfa á þetta. En samt verðið þið að horfa.
Enjoy!
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301790